7.4.2011 | 09:41
Eitt stykki... fimmtu...dagur?
Allskonar flutningar eiga sér stað. Allskonar.
Tala nú ekki um flutningana sem koma til með að eiga sér stað í næstu viku.
Meira vesenið.
Hringja út af hita og rafmagni, hringja til að færa blessað netið, hringja út af hinu og þessu. Þó sérstaklega hinu.
Setja eldhúsdót ofan í kassa... óguð.... óguðminngóður og allir englarnir hvað það er jafn dreplega leiðinlegt og að horfa á málningu þorna eða kroppa í líkþorn.
Oj. Líkþorn og matarblogg.
Elín Helga!!!
"HVAÐ?"
Ekki að ég kroppi oft í svoleiðis... líkþorn það er, eða... aldrei. Gæti samt reynst krefjandi að kroppa í matarblogg svona þegar ég hugsa um það.
Ok, sleppum þessu með líkþornið og kroppum bara í matarblogg.
ALLAVEGA
Verð orðin löglegur Gabbó, aftur, í næstu viku. Er að plana hitt og þetta, virðist alltaf vera að plana eitthvað. Svolítið skemmtileg komandi plön samt sem aður, ég lofa.
Eiginlega mjög skemmtileg.
Ég er meira að segja orðin frekar mikið spennt fyrir þeim. Eitt planið inniheldur m.a. sérlegan matreiðslumann (kokk á góðri íslensku) og mun þar af leiðandi innihalda allskonar, aaaaallskonar ofurmat og einfaldar aðferðir til að gera ofurmat heimafyrir.
Spennó? Ekki satt? Já? Já?
Morgunmatur. Habbó, kabbó, blábbó og eitthvað meira "bbó" til að gera þessa setningu ennú hallærislegri.
En gott var það.
Teið er hresst að vanda.
Be light, on the light, Coke li(gh)t(e)... en jú, ágætis boðskapur þetta.
Kannski svolítið trixí að vera ljósið í raun og veru, en það sakar ekki að reyna.
Alltaf að reyna... og smakka. En það er svo aftur efniviður allt annan pistil.
Vonum að það snjói ekki í dag mín kæru, ég vil fá sólina, sumarið, graslykt, birtu, fuglasöng og einstaka humlur takk.