Eitt stykki sunnudagur

Eðalveður. Eðal eðal veður!

Að frátöldum spágrautnum í morgun.

Klassísk kaffihúsaferð! Ahhh... sötra kaffi, teikna og slafra í sig, ekki svo hollum, hafraferning! Þessir hafragúbbar eru bara det beste som er með kaffisopa! Ég segi það satt.

Sunnudagskaffihús

Skyr... og viti menn. SKYR.IS!!

Ekki vanillu nei því vanillu skyr.is kallar fram öll þau hræðilegustu væmnisviðbrögð sem um getur í íslenskum skyrmenntum. Nei... melónu- og ástaraldin skyr.is! Snilldin einar mín kæru.

skjor

Smá munch með skyrinu!

hnetumkrums

Og svo. Til að toppa annars mjög svo léttskýjaðan eðalsunnudag.

Léttskýjaðasta kvöldmáltíðin!

Eggjahvítu + blómkálshræra pökkuð saman í kálblöð með slettu af dijon, tómat- og engifersneiðum.

Borðuð græðgislega.

blómkálseggjagums vafið í kálblað

engifer

Hjartalaga paprika fékk að vera með ásamt smávegis laukchutney!

Hjartapaprika

Léttasta kvöldmáltíðin

Ohm nohm nohm

Tómas var svo étinn ásamt tveimur sellerístilkum að auki við ofangreint. Græðgin var myndasmiðnum sterkari.

hálfétinn tómas

Já... ég fékk mér svo lúku af hnetukrumsinu sem þið sáuð í myndaflækjunni hér að ofan.

Það held ég nú.

Mikið sem ég elska svona daga.


Grautarspá

Einn klassísur, með kanil og kakó, ásamt súkkulaði möndlukaffi.

Klikkar ekki.

Kakókanill og súkkulaðikaffi

Kakókanill og súkkulaðikaffi

Kakókanill og súkkulaðikaffi

Kakókanill og súkkulaðikaffi

Nema þegar hann klárast... þá klikkar sálin og verður pínkulítið sár, bara í örfáar sekúndur á meðan átvaglið er að búa sig undir grautarðþurrð næstu 23,68 tímana.

Búinn

Grautarskálin talaði svo til mín í morgun.

Sólbað

Sólbað... einhver?

Já takk... fyrr en seinna. Komasvooooo!

 


Bloggfærslur 3. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband