13.4.2011 | 09:12
Sárar kinnar
Mikið sem rassinn fær nú stundum að kenna á því blessaður. Hnébeygjur. Móðir allra lappa-, rassa ofuræfinga.
Æji hvað ég ölska svona æfingar. Hnébeygjur, réttstöðulyftur, framstig, planka, upphífur og vabeha.
Fæturnir hafa samt verið kátari. Það vottar fyrir töluverðum skjálfta og ég veit, ég veit jafn vel og ég elska það að borða graut, hvað harðsperrurnar á morgun eiga eftir að stuðla að hægagangi, uppsetu erfiðleikum og kvíðahnút í maga í hvert sinn sem ég fer á klósettið!
Já, ég sagði það. Sjáið fegurðina nú fyrir ykkur!
Ef ég væri partur af hóp, sem af einhverjum ástæðum væri verið að elta af ljóni... því hver veit, kannski... kemur ljón... þú veist, vappandi inn í vinnu á morgun... þá væri ég bestaðasti besti vinur allra í hópnum.
Grautur fyrir æfingu í morgun. Klassíski óbrigðuli, ekki svo fallegi, með kanil-, kakó og kaffiblöndu ásamt dass af Engilbert.
HRÆRA
Hámark eftir æfingu, sökum óundirbúnings, og beint upp í vinnu í einn kaffi. Við mér blasti fjall af vínberjum. Bókstaflega. Þvílíka berjahrúgu hef ég ekki augum litið í langan tíma. Hún var svo stórkostleg að ég þurfti að festa hana á mynd!
Núna, þegar ég hugsa til baka, er ég ekki alveg viss um af hverju mér þótti þetta svona stórkostlega magnað og yfirskilvitslega æðislegt.
Eftiræfingumóða? Double rainbow syndrome?
Ahhh!
Fyrsti kaffibolli dagsins... með Everestvínber í baksýn. Ég segi ykkur það, kaffi númer eitt er svoleiðis hamingja og gleði fyrir öll skilningarvit. Mikið sem ég elska ákkúrat þetta móment á morgnana.
Hey!
Munið þið eftir því þegar ég flutti síðast? Hvernig ég flutti síðast?
Ef ekki... þá er hér upprifjun!
Ég endurtók leikinn í gær!
Fékk Bankann lánaðan á nýjan leik.
Hér er fagröðunarmanneskja á ferð. Fagmanneskja... með meiru!
Fagmanneskja segi ég!
BIBLÍAN GOTT FÓLK!
Ef ykkur vantar að flytja eitthvað þá tek 250 kall á tímann, 150 kall ef eitthvað:
- rispast
- brotnar
- bráðnar
- hverfur
Ég er enn netlaus.
Bú á það!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)