Færsluflokkur: Ræktarstúss

Tímamót!

Enn ein tímamótin!

Ég leyfi ykkur að sjá um hvað átvaglið talar! Loksins gott fólk!

LOKSINS

Ein... dauða... upphífing! Kannski ekki sú fallegasta og besta... en hífopp engu að síður!

Fyrsta upphífuævintýrið mitt átti sér stað þetta árið, en lófarnir sneru að undirritaðri.

En nei - ekki núna... já takk nei og þverneitum eftir efninu!!!

Þetta gat ég ekki í sumar elsku bestu!

 

Gamli gráni þurfti að sjálfsögðu að sýna frumbanum (undirrituðum frumburði) hvað lifrarpylsa og lambakjöt fyrir þig gera!

Verður nú samt að segjast. Þrjú ár í 5 + 0 mín kæru og hann fer helvítis létt með þetta...

...ég er ekkert bitur!

 

Systir mín kær ákvað að spreyta sig líka og tók steikta beikonið á þetta!

Pabbi hvæsir, undirrituð hlær hæðnislega að beikoninu.

Vondar eru stórar systur.

 

Markmið útávið - koma beikoninu í eina upphífingu.

Markmið innávið - vinna Evil Jesus í uppífingum!

...

Ég næ honum þegar hann verður 75!

En þangað til... ein... dauð!

*gleðisprengjuhamingjutryllingur* Grin


Ákvarðanir á ákvarðanir ofan

Jú, ákvörðun hefur verið tekin!

Þar sem ræktarkortið mitt er enn lifandi, og verður lifandi í einn og hálfan mánuð í veðbót, þá ákvað innra sjálfið því miður að lúffa mínu ástkæra Bootkampf, sökum ytri aðstæðna Frown, og nýta kortið til fullnustu. Lyfta létt og taka Stunukonuæfingarnar í og með, í bland og bjútífúlness. Þegar kortið blessað verður ónothæft þá er líklegt að intervalæfingarnar taki völdin fram að jólum. Held það sé ágætis nálgun á þetta alltsaman.

Held samt áfram að hlaupa og froskast og Bootkampf-æfingast og nota ofurbeib æfingarnar, meðal annars, til að halda mér við í þeim efnum. Vil alls ekki missa niður antilópusyndromið! Skal vera dugleg að setja inn bæði át- og æfingastúss ef þið hafið áhuga á því.

Nægur tími fyrir mig, ykkur (ég vil feitast fá ykkur með mér í þetta Grin), að húgsa málið þangað til. Kannski ég verði galvösk í byrjun nóvember að intervala frá mér vit og rænu í bílskúrnum heima á meðan skítakuldi og frost taka völdin!

Þar af leiðandi varð morguninn hjá mér svona.

  1. 05:00 - ræs.
  2. 05:15 - kaffigrautur. Bjútíbomba extraordinaire. Engin mynd sökum græðgi.
  3. 06:40 - Brútal fóta-axla-æfing! HRESSANDI! Langt síðan gamli vin... úff. Langt, langt síðan. Mjööög gaman.
  4. 08:00 - Ómynduð prótein hrískökusamloka! Meiri græðgi, þið verðið að afsaka.
  5. 10:05 - Morgunkaffibollinn.
  6. 10:06 - Biðin hræðilega.

Jú biðin!

Biðin eftir harðsperrunum. Ég veit ekki hvort ég hlakki til morgunsins...

Ó mig auma og sára.

Aldrei hefði mér samt dottið í hug að ég myndi nokkurntíman súpa kaffi og segja "Ahhhhh.....".

ahhhh

AHHHHHH!!!!

ahhhhhh

Sjáumst á eftir!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband