Færsluflokkur: Kvöldmatur
4.10.2011 | 08:26
MEIRA BROKKOLÍ
Daginn.
Veginn.
Eitthvað meira sem endar á -inn!
Er að verða búin með 5 vikur af TRX/Bjöllum. Áhugavert ekki satt?
Jah, eiginlega bara 4 vikur þar sem táin tók sér viku í fýlu og leiðindi. Núna haltra ég um eins og önd á svelli og reyni eftir fremsta megni að hoppa ekki mikið á einari. Amk tábrotnum einari.
Síðustu vikur hafa þó einkennst af dularfullri brokkolí/blómkálsþörf. Ég borða þetta forboðna grænmetissull í öll mál, með öllu, allstaðar og við hvaða tilefni sem er virðist vera. Ef einhver svo gott sem nefnir orðið "brokkolí" þá æpi ég samstundis:
"JÁ....U, JÁ TAKK.. HINGAÐ... KASTAÐU ÞVÍ HINGAÐ, æðislegt, frábært... gott, flott".
Ég held þetta sé orðið sálrænt því ég er farin að dreyma brokkolí í tíma og ótíma.
Fyrir utan blómkál og brokkolí er allt annað ofnbakað grænmeti mín einasta, heitasta, æðislegasta ósk þessa dagana. Ofnbakað, hitað, eldað, soðið, steikt... í hvaða formi sem er í raun.
Svo lengi sem það er ekki í kökuformi, ég þooooooli ekki grænmeti í kökuformum!
Hohohoho...
...HVAÐ? Klukkan er ekki orðin tólf gott fólk. Kastið til mín beini. Húmor fyrir hádegi er ekki meðfæddur.
Hvað sem öðru líður þá hefur kvöldmatur síðastliðinna... kvölda... einkennst af eftirfarandi:
Green Curry súpa m/kókosmjólk og tonni... af grænmeti, ásamt grjónum og almennri gleði.
Einfalt, fljótlegt og ó... svo... ógeðslegaofurbragðgottogákkúratfínt!
Annars spurði hún Sylvía mig í kommentum síðasta pósts, hvort ég hefði verið að gata aumingjans skrokkinn á mér eitthvað frekar.
Og jú, það er víst svo.
Þeir sem finna götin fá verðlaun!! Jííhaawww.
Annars er mjög girnilegur Akureyrarpóstur á leiðinni. Við, the krakks, skelltum okkur í notalegheitakósýferð. Afmælis Egill átti sér stað ásamt allskonar sukki.
AfmælisEgill er meðal annars meðlimur, og söngvari, í hljómsveitinni Nóru sem var að senda frá sér nýtt lag... og ég svoleiðis öööölska þetta lag. Búin að vera táhaltrandi heimahúsum að reyna að kreista fram dans- og dillitakta. Það gengur upp og ofan... þó helst neðan. Áhugasamir geta hlustað hér.
Annars er þetta fyrsta skipti sem átvaglið heimsækir Akureyri almennilega, Brynjuís og Greifamatur þar með talinn.
Tek ekki með Akureyrarskiptið þar sem ég þaut í gegnum bæinn, beint á flugvöllinn, til að komast undan ösku og beint til Ástralíu.
Hef sumsé eytt meiri tíma í Ástralíu en á Akureyri. Nokkuð magnað það.
More to come.
18.8.2011 | 19:00
Spartverjaæfing
Það var vetrarlykt úti í morgun. Funduð þið hana?
Er annars að borða þetta.
Þetta...
...er gott!
Hvítkál, laukur og vorlaukur steikt saman uppúr olíu þangað til meyrt. Kryddað eftir smekk og svkettu af balsamic ediki + soja bætt fagmannlega út á.
Eggjakaka a la chef með spínati, pickles, dijon og tómötum.
Morguninn var tekinn í Spartverjaæfingu. Eða svo segir mér netið.
Ég trúi því samt alveg. Þetta var HIIT djöfulsins.
Þá sérstaklega þegar þú er þreyttur og pínkulítið svangur, sem er þó ekki alveg marktækt og heldur heimskulegt ástand til að taka æfingu í sem ber nafnið "Spartverjaæfingin".
En það er búið og gert.
Kærið mig.
Gerir þú þetta kvikindi vel og vandlega færðu kærkominn verk í rassinn, haminn, fæturna, rassinn... rassinn.
Nei, ég sagði kærkominn verk. Ekki "beygðu þig eftir sápunni" verk.
...
Þú baðst um þetta.
HVERNIG?
- 1 mínúta í djöfulgang
- 15 sek í hvíld, jebb, bara 15 sek
- 2 mín í hvíld eftir hvern hring, lengur/styttra eftir þörfum/getu
- Endurtaka hringinn þrisvar
Reynið fyrst og fremst að halda góðu formi og gera æfingarnar rétt í staðinn fyrir að ná sem flestum endurtekningum. Finna fyrir vöðvunum og virkja allt sem á að virkja og halda miðjunni alltaf spenntri. Það gerir ekkert fyrir ykkur að komast í 120 goblet með bakið í beygju, rassinn lafandi, hendurnar slappar og fæturna skáhallt uppávið og niður.
- Rangt form fer með skrokkinn, bakið og systemið, og þið fáið kryppu fyrir fertugt
- Ef þið næðuð að taka goblet í þessu ofangreindu ástandi væruð þið eflaust eitthvað annað en mannleg
Einn... tveir... og... byrja!!
- Goblet hnébeygja, djúúúp og góð beygja gott fólk. Hugsið rass, rass, RASS
- Mountain climber - púls
- Ketilbjöllu sveifla - púls
- T-armbeygjur
- Splitt hnébeygjur, með hoppi takk - púls
- Standandi róður m/kb, halla fram
- KB hliðarhnébeygja, kb snertir gólf
- Armbeygja með lóðum, lyfta upp lóði í efstu stöðu
- Framstig með snúning + lóði ef þið treystið ykkur
- Axlapressa m/lóðum eða ketilbjöllum
Stutt, hnitmiðað, svaðalegt, lyftingar, brennsla, 40 mínútur - inn og út úr salnum!
Prófið þetta sem fyrst mín kæru. Þið eigið eftir að standa á meiru en bara öndinni ef vel er í lagt!
4.7.2011 | 21:22
TABATA í ofnsteiktri kjúklingafýlu
Ákvað að steikja mér kjúkling í dag. Ofnsteikja það er.
Merkilegt.. huhh.
Ekki svo mjög og ekki svo frásögu færandi nema fyrir þær sakir að í miðri steikingu fékk undirrituð sjúklegt ræktarkast og langaði ekkert annað en að sprikla af sér hægri fótlegg og þá helst rasskinnina með. En þar sem kvendið var núbúið að koma hænunni fyrir í hitanum, aðeins of paranoid, á góðri íslensku, til að yfirgefa ofninn á blússandi, aleinan og eftirlitslausan, og alveg að verða svöng í þokkabót... þá varð sprikl að eiga sér stað innan veggja Gúmmulaðihellisins.
Neyðin kennir naktri konu að kaupa sér amk handklæði, nema hún sé á nektarströnd, og undirrituð skellti sér spangólandi í þægilegri gallann og tók svo gott sem 30 mínútna TABATA hring í miðri kjúklingafýlunni.
Frábært.
Svangari en kvikindið sem var svo ógeðslega svangt truntaðist hreyfigúbbinn í gegnum intervalið, að drepast úr átspenningi allan tímann. Alltaf með annað augað á eldhúsinu, vitandi ó svo vel hvað beið þar kraumandi inn í ofni.
ÞETTA
Ok... allt í lagi... hún er ekkert voðalega falleg greyið.
Ég veit.
Hún hefði eiginlega átt að líta svona út:
Ekki svona!
SVONA
ÓÓÓBAUUUBEH. Brotabrot úr næsta bloggpistli, jebb.
En hænan var samt góð og bragðaðist alveg jafn vel og fínu grillgúbbarnir líta vel út hér að ofan!
Og ekki nóg með að pútan spangólaði, onei, heldur bar hugvitið kerlinguna ofliði í formi graskers/sellerírótar og niðurskorins lauks sem fékk að fylgja fyrrum ljóthænunni inn í ofn.
Ó-hænuguð í himnaríki hvað þetta var goooooott... mjög ófrítt... en svo goooooott!
SkyndiTabatað stóð fyrir sínu, þó ég mæli ekki með "líkamsrækt" í kraumandi gúmmulaðimatarfýlu. Tala nú ekki um þegar svangið er byrjað að pota í undirmeðvitundina.
Fyrir - hálfnuð - búin
...bókstaflega.
Crazyhair kemur alltaf upp um krullhausana.
Ef hárið er rennislétt hefurðu ekki tekið nógu vel á því!
Notaði þennan TABATA interval-tíma-utanumhaldara af því að Gymbossinn minn gaf upp öndina í síðustu viku, blessuð sé minning hans.
Ég er þó að bíða eftir nýjum. Að vera án Gymboss er skelfingin einar. Þetta er eins og að vera ekki með stóru tá. Þú veist ekki af henni fyrr en hana vantar!!!
Rassinn á mér og lærin eru ennþá afskaplega stressuð eftir djöfulganginn. Handleggirnir heldur vankaðri en ég átti von á.
Skyndihreyfing. Skyndihjólaþörf. SkyndiEsja.
Annars er Tabata í sporthúsinu á morgun, og á fimmtudaginn, 12:00 og 18:30, hjá mister Osm. Ég mæli með því að þið mætið.
Treystið mér bara. Þið sjáið ekki eftir því!
Þar er heldur engin kjúklingafýla.
Já????
Gott!
Hlakka til að sjá þig á morgun!
Kvöldmatur | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.6.2011 | 19:06
Salatfjall að kveldi
Ef ekkert liggur fyrir og undirrituð sér frammá heimalingshátt og sófasetu, þá er ekkert annað í stöðunni en að endurtaka hið sívinsæla salatfjall sem tilheyrir hádegisátinu.
Nema í skál...
...á stærð við Þingvelli!
Þingvelli útataða í salti/pipar, hvítvínsediki, basil og oregano.
Iceberg, hvítkál, tómatar, gúrka og paprika. Skítbrakandikald-ferskt, svo gott sem skorið smátt inn í íshellinum.
Því smærra... því betra. En ekki í þetta skiptið sökum græðgi.
Hún er stór... ég lofa... skálin er stór, og ég lofa líka... það er fiskur í salatinu og möndlur og chia fræ og sólblómafræ!
Þó það sjáist illa eða ekki neitt.
Ferskara gerist það nú varla... jah... nema ég hefði rifið grænmetið upp sjálf, veitt fiskinn og helst þá borðað hann hráan.
Skulum ekki fara út í möndlurnar, chia- og sólblómafræin sökum vöntunar á Íslandi.
Frí á morgun, vinna og svo... frí. Hverjum hefði dottið það í hug?
19.4.2011 | 19:07
Thai heim í stofu
Tók 29 mínútur, frá byrjun til enda.
Nei... hmm hmm... ekki ég sem galdraði þetta fram. En ómæhólímólíness hvað það er einfalt að gúbbla svona saman og gott var það! Svo, svo mikið gott.
Mikið sem ég ööölska Thailand!
KruaThai einhver? Jebb.
*gleði*
Hokay!
Byrja á því að búa til smá drasl! *check*
Hvítlaukur, rauðlaukur, curry paste og smávegis olíu í pott og grilla þanagð til vel lyktandi og amazing.
Og ekki kaupa þetta paste sem þið sjáið hér að neðan. Það er algerlega bragðlaust!
Skera niður það grænmeti sem flýtur bátnum ykkar.
Brokkolí, gulrætur, blómkál, sveppir, paprika er það sem notað var á þessum bæ. Þið getið notað það sem ykkur langar í mín kæru!!
Hvítkál, gúrku, sætar kartöflur, rófur...
Þar sem ég var sérlegur myndatakari, áhorfandi og pillari þá lét kokkurinn mig fá þetta grey á meðan ég beið svo ég æti ekki allt grænmetið sem búið var að skera niður.
Fíllinn þráir það heitar en hnetur að komast út... aumingjans kryppildið!
Dós af kókosmjólk opnuð og gerð tilbúin.
Kjúllinn tilbúinn....
...næstum!
Eftir að búið var að snyrta lærin, afhýða og niðurskera voru þau sett út í karrýgleðina.
Þarnæst elti kókosmjólkin ásamt 2 auka kókosmjólkurdósum af vatni.
Þetta bubblaði hamingjusamt í einhverjar 15 mínútur, smá kjúklingakrafti bætt við, engifer, basiliku og hrísgrjónaediki.
Til að gera þetta ofur myndi maður nú spandera í ferska basiliku, smá sítrónugras... ferskar og ilmandi kryddjurtir.
En við spanderum ekki bara til spanderingar gott fólk, onei. Við spanderum bara um helgar og fyrir gesti... það eru hvorki gestir hér né helgi, eða Helgi.
Ekki að það skipti máli. Þetta var sniiiildin thailenskur einar í skál!!!
Og voila!
Glæzt... ekki satt!?
Myndavélin mín er orðin svoddann rass að þetta slideshow af ánægu kvöldsins gerir... well.. ánægjunni ekki nánda nærri nógu ánægjuleg skil!
Hrísgrjón voru svo snædd að þessari skál lokinni með góðri slummu af súpu.
Létt og gott, stútfullt af grænmeti, góðu próteini og allskostar gleðimegin við línuna, bæði hvað innihald og lengd matseldar varðar.
Hamingjusamt átvagl ... yfir og út!
Kvöldmatur | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2011 | 14:49
Kreppumatseðli 2011 hleypt af stokkunum
Sjáið!
Sjáið bara!!
Hoomygod!
Sjáið hvað beið mín þegar ég kom heim úr vinnunni í gær!
8 máltíðir! Átta máltíðir útbúnar úr því grænmeti sem til var í ísskápnum. Kjúklingabaunir, smá afgangs spægipylsa, niðursoðnir tómatar, sítróna, möndlur, rúslur, skyrsósa með gúrku, speltpasta!! Ein tsk af olíu í hverjum skammti, góð kolvetni, prótein!
Og já, bókað fast og slegið.
Þetta var gott.
Uppskriftir væntanlegar!
17.1.2011 | 20:20
Á meðan ég man...
...þá innihélt þetta hið minnsta hvítkál, lauk, hvítlauk, papriku, sellerí, tómat, balsamic edik, dijon sinnep, sojasósu, pipar, karrý, KANIL, múskat, chilli, kotasælu og egg ásamt eggjahvítukrumsi og örugglega einhverju öðru dularfullu kryddi!
Balsamiksteikt grænmeti með eggjahvítuhræru og heslihnetum!
Í hverskonar hlutföllum hef ég ekki grænan guðmund eða fjólubláan fettmúla.
Var það gott?
Jebb. Mjög mjög gott.
Mjög... gott. Og það er búið :(
Undirrituð er kannski ekki alveg jafn minnug og hana grunti!
EN
Þetta er fínt á kreppumatseðilinn... ekki satt?
Grænmeti sem þú finnur inn í ísskáp, skorið í smátt. Steikja lauk, hvítlauk og sellerí uppúr smá olíu þangað til meyrt, þá bæta við kryddum. Steikja þangað til vel ilmandi, hella þá balsamic + soja við, malla eilítið og þá gúlla rest af gleðimeti samanvið. Bæta eilitlu vatni við. Hræra, malla, bæta við dijon og kotasælu, diska, eggja, hneta, borða!
Eða, í mínu tilfelli -> mynda, borða.
Takk annars fyrir mig. Þetta var ánægjulega gleðilegt með marakósku ívafi í bland við allan fj...
...geypilegur kokkur sem ég er. Hmm hmm!
14.1.2011 | 08:31
Ég græt af gleði
"Af hverju?" gætir þú spurt sjálfa(n) þig.
Af hverju?
Hví?
Jah. Það er pottþétt ekki út af þessu kjúklingasalati sem ég fékk á Ruby Tuesday í gær.
Pottþétt ekki út af þessu kjúklingasalati sem ég bað sérstaklega um að allt meðlæti, með læti, yrði sett í lítil krúttaraleg ílát svo það væri nú ekki að flækjast fyrir mér, eins og hræðilega illa steikta beikonið og sósan sem var sætari er allt sem er sætt sætt.
Pottþétt ekki út af þessu yndislega fjalli af pekanhnetum sem stóð ekki neinstaðar á matseðli að búið væri að sykra.
Sem er svosum ekki alslæmt. Eða... ekkert slæmt.
Enda át ég þær.
Ekki allar.
Næstum allar.
Af hverju sykra fullkomlega æðislegar ristaðar pekanhnetur? Pfff!
Ég gæti mögulega hafa grátið af gleði eftir að hafa útbúið þetta listaverk úr salatafgöngum ásamt dyggri aðstoð frá Sölva. Hann lét af hendi tvær fröllur í gjörninginn.
We call him Bob.
Mögulega... grátið.
Svei þér kerlingarálka. Bannað að leika með matinn. Hvernig varstu alin upp? Áttu heima í helli? Hvað ertu gömul?
- Ég var alin upp af eðal hrossabjúgum takk.
- Ég á heima í Gúmmulaðihelli já.
- Ég er 26 ára. Verð 27 ára eftir tæpan mánuð.
Gráta af gleði?
Ég grét þó pottþétt af gleði um 5 leitið í morgun. Þegar ég opnaði ísskápinn og sá...
... EINN, EINFALDAN, 'búinn til kvöldinu áður-KAFFI'! Óguð!!!
Dustaður með kanil, kakó og jú, smá meira kaffi.
Sjáið... það er hægt að sker'ann! Gamli áferðaglaði vin!
Það gæti mögulega hafa slæðst skyr með í fyrstu 5 bitunum. Dæmi hver fyrir sig.
nohm nohm *grát* nohm *grát*
OG
Nýtt Karvelio plan í næstu viku!!! Hihiiiii.... *grát*
6.12.2010 | 20:40
Við skulum hafa eitt á hreinu
Eitt eða tvennt... jafnvel þrennt.
Við skulum hafa nokkra hluti alveg á glimrandi tæru.
1. Ástæðan fyrir því að ég bloggaði um þennan sérlega myndahitting minn var hreinlega sú, að það "snerti" mig heldur meira en ég hafði átt von á að það myndi gera... ef... á annað borð þetta myndi einhverntíman gerast. Sem það svo á endanum gerði.
Sá sem skilur atriði númer 1 hér að ofan á skilið að fá ís! Ég býð!
2. María, virkilega yndisleg manneskja, sem er framkvæmdastjóri umrædds Sportbars var ekkert nema elskulegheitin þegar hún hringdi í mig í dag og baðst innilegrar afsökunar á þessu tiltekna mynda-atviki og var lítið annað en snögg að taka myndirnar niður. Ég held líka að hún sé búin að finna á mig nýtt nafn. Þegar ég svaraði í símann þá sagði hún:
"Elín? Er þetta Elín? Sem er með matarbloggið, þarna, matargatið? Nei... ég meina átvaglið?"
Það gladdi mig óstjórnlega.
3. Ég vil einnig taka það fram að Sportbarinn góði tilheyrir Sporthúsinu ekki, þó svo Sporthúsið blessað hýsi hann. Það kom ekki nógu vel fram í upprunalegum pistli frá mér.
4. Viðbrögðin sem ég fékk við þessu voru heldur, töluvert, mikið meiri en ég hafði ímyndað mér að þau gætu orðið og þeim sem lögðu orð í belg vil ég að sjálfsögðu þakka kærlega fyrir. Það er alltaf gaman að finna fyrir stuðning og velvild, það er ómetanlegt mín kæru.
5. Öll atriðin 4, hér að ofan, eru algerlega ein og óstudd, komin frá mér. Já takk fyrir og amen jemen!
En við lærum og lifum!
Það kemur dagur eftir þennan dag.
Gangur lífsins.
Óh mig auma.
Allir sáttir??? Hoookay!!
Karvelio æfing dagsins í dag var hreint út sagt... svaðaleg. Handleggirnir á mér skulfu eins og hríslur í vindi. Hressandi gott fólk. Mjög, mjög hressandi! Fannari til ómældrar ánægju og gleði!
Eins og frænka sín, þá kann hann að púsla saman svaðalegu prógrammi! Síðan ég byrjaði á æfingunum hans, þá hefur maginn - miðjan, tekið allsvaðalegum stakkaskiptum og kvikindið er grjóthart! Jasoh!
Strax eftir æfinguna hvarf þessi baukur ofan í ginið á undirritaðri. Hratt og örugglega. Reyndar er þetta ekki nægjanlega mikið af fæðu eftir æfingu eins og í dag, enda eldingaðist ég heim og byrjaði að malla.
Þar sem ég er með grænmetissýki á háu stigi þessa dagana, og fátt sem hróflar meira við mér í matarmálum en ofnbakað grænmeti, varð niðurstaðan eftirfarandi.
Er líka yfir mig ástfangin af þessu graskeri. "Butternut-squash". Eins og sæt kartafla með twisti.
Ég gæti mögulega hafa borðað tvo svona... og kannski mögulega einn stilk af sellerí á meðan ég beið eftir ofnbökuðu gleðihamingjunni.
Ég veit. Ég á ekki neitt eldhúsborð ennþá!
Stólaþing enn við lýði.
Elska líka þessa vigt! Langafi minn var bakari, hvorki meira né minna, og notaði þessa bjútíbombu við bakstur og almennt bakaríis-stúss. Alveg magnað!
Jæja. Loksins. Taka grænmetisdýrðina út úr ofni, þegar áferð og gæði eru að þínu skapi, og bæta út í gumsið eggjahvítukrumpum.
Er að klára eggjahvíturnar mínar. Ekki skamma mig.
Þetta er svo létt og fínt og gott og allt sem eru höfrungar og sæhestar í þessum heimi. Krydda eftir smekk og svo sletti ég smá balsamic/dijon combói yfir í restina.
Þessi mynd er samt sveittari en Aktu-Taktu burger.
18 dagar til jóla gott fólk! Hvað segið þið um það?
*spenningsgleðitramp*
Kvöldmatur | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.10.2010 | 11:39
FULLT TUNGL - VARÚÐ - RAUTT
Satt eða logið... hef ekki hugmynd um það!
En ég er að borða þetta núna!
Fallega upp raðað, balsamicað og sinnepað!
Þessi myndataka tók á. Þær hafa margar hverjar verið kerfjandi gott fólk... en þessi... tók á!
Djon, grófkorna og hunangs-balsamic!
Guðminnalmáttugurogallirenglarnir!
Ekkert brauð, ekkert steikt.
Ferskt grænmeti.
Sinnep.
Njóta kjötsins!
Og já, ég er að njóta... roast beef njóta! Á morgun mun ég njóta og á mánudaginn... gott fólk, mun ég njóta!
Ég er ekki frá því að ég hafi fellt eitt eða tvö tár við þennan gjörning!
Ég er í himnaríki þessa stundina!
Takk fyrir og bless!