EVERYDAY I'M FLUFFLIN'!

Ég rakst á þessa snilld á netinu og varð að prófa.

PRÓTEINFLUFF

Morgunmatur. Eftirmatur. Millimálsmatur.

Að sjálfsögðu. En ekki hvað? Af hverju í andsk.. datt mér þetta ekki í hug fyrr?

  1. 30 gr. hreint prótein
  2. 130ish gr. frosin ber (eða hvað sem er.. jafnvel meira magn)
  3. Tæplega rúmur.... deselíter mjólk, tæplega rúmur. 
Prótein.

Próteinfluff

Prótein + ber.

Próteinfluff

Prótein + ber + mjólk.

Próteinfluff

Prótein + ber + mjólk + kanill + vanilludropar.

Próteinfluff + kanill/vanill

MAGIGSTICK

Próteinfluff

HRÆRA

Próteinfluff

Próteinfluff

Tilvonandi próteinfluff, hittu herra K-aid.

Próteinfluff

15 sek

Próteinfluff

30 sek

Próteinfluff

Ooohh bayyybee!

Próteinfluff

Innan við mínúta!

Marengs einhver?

Próteingums

Já, já takk fyrir.

Það heyrðist meira að segja svona marengshljóð í þessu þegar ég hrærði því til og frá.

"Flúghbllflúhhbbfglhúú"

Próteinfluff

Próteinfluff

Og... svo...  whooobbah... á hvolf... ójeah!

Það helst. Það marengshelst!

Próteinfluff

Gerum þennan gjörning svo örlítið myndvænni.

En bara örlítið.

Því ég var svöng.

Og gráðugri en amma skrattans.

Próteinfluff í Buddhaskál

Próteinfluff + Buddhaskál = öööööölsk!

Próteinfluff

Próteinfluff í Buddhaskál

Jebb. Þið vitið hvert þessi klessa fór.

Próteinfluff

Svo bætti ég "aðeins meiri" kanil. Bara aðeins.

Því kanill er góður. 

Þannig er það nú bara.

Elskaðu kanilinn.

kanilgleði

Hugsið ykkur gott fólk... allan dónaskapinn sem hægt er að framkalla héðanaf!

  • Frosnir-bananar fluff! (Ég gæti gubbað af hamingju)
  • Mangófluff! 
  • Bláberja og kanilfluff!
  • Banana og kókosfluff!
  • Ananasfluff!
  • Peru og bláberjafluff

Sjáið þið ekki svo fyrir ykkur bananapönnsurnar sem uppskúbbunaráhald?!?!?!?!

*og átvalgið sprakk úr hamingju*

The end.

Dreeeeptu mig ekki úr matarpervisku dauðans.

Eini ókosturinn, ef einhver, er að þetta þarf helst að borðast med det samme, annars oxast kvikindið eins og allsber banani í sól og verður að hálfgerðri loftbólu af einhverjum ástæðum.

En hvað með það... gumsið kemur ekki til með að lifa nógu lengi til að loftbólast. Trúið mér!

Voila. Þú ert hérmeð útskrifað eintak úr próteinfluffskólanum.

Farðu nú og búðu þér til fluff!


Spartverjaæfing

Það var vetrarlykt úti í morgun. Funduð þið hana?

Er annars að borða þetta.

Eggjakaka og hvítkálshræra

Þetta...

Eggjakaka og hvítkálshræra

...er gott!

Hvítkál, laukur og vorlaukur steikt saman uppúr olíu þangað til meyrt. Kryddað eftir smekk og svkettu af balsamic ediki + soja bætt fagmannlega út á. 

Eggjakaka a la chef með spínati, pickles, dijon og tómötum.

Eggjakaka og hvítkálshræra

Morguninn var tekinn í Spartverjaæfingu. Eða svo segir mér netið.

Ég trúi því samt alveg. Þetta var HIIT djöfulsins.

Þá sérstaklega þegar þú er þreyttur og pínkulítið svangur, sem er þó ekki alveg marktækt og heldur heimskulegt ástand til að taka æfingu í sem ber nafnið "Spartverjaæfingin".

En það er búið og gert.

Kærið mig.

Gerir þú þetta kvikindi vel og vandlega færðu kærkominn verk í rassinn, haminn, fæturna, rassinn... rassinn.

Nei, ég sagði kærkominn verk. Ekki "beygðu þig eftir sápunni" verk.

...

Þú baðst um þetta.

HVERNIG?

  • 1 mínúta í djöfulgang
  • 15 sek í hvíld, jebb, bara 15 sek
  • 2 mín í hvíld eftir hvern hring, lengur/styttra eftir þörfum/getu
  • Endurtaka hringinn þrisvar

Reynið fyrst og fremst að halda góðu formi og gera æfingarnar rétt í staðinn fyrir að ná sem flestum endurtekningum. Finna fyrir vöðvunum og virkja allt sem á að virkja og halda miðjunni alltaf spenntri. Það gerir ekkert fyrir ykkur að komast í 120 goblet með bakið í beygju, rassinn lafandi, hendurnar slappar og fæturna skáhallt uppávið og niður.

  1. Rangt form fer með skrokkinn, bakið og systemið, og þið fáið kryppu fyrir fertugt
  2. Ef þið næðuð að taka goblet í þessu ofangreindu ástandi væruð þið eflaust eitthvað annað en mannleg

Einn... tveir... og... byrja!!

  1. Goblet hnébeygja, djúúúp og góð beygja gott fólk. Hugsið rass, rass, RASS
  2. Mountain climber - púls
  3. Ketilbjöllu sveifla - púls
  4. T-armbeygjur
  5. Splitt hnébeygjur, með hoppi takk - púls
  6. Standandi róður m/kb, halla fram
  7. KB hliðarhnébeygja, kb snertir gólf
  8. Armbeygja með lóðum, lyfta upp lóði í efstu stöðu
  9. Framstig með snúning + lóði ef þið treystið ykkur
  10. Axlapressa m/lóðum eða ketilbjöllum

Stutt, hnitmiðað, svaðalegt, lyftingar, brennsla, 40 mínútur - inn og út úr salnum!

Prófið þetta sem fyrst mín kæru. Þið eigið eftir að standa á meiru en bara öndinni ef vel er í lagt!


Prótein... marengs?

Þú veist þér þykir gott að borða óbakaða maregnsgleði!

Ekki reyna að neita því.

Það er syndsamlega svaðalega ljúft í allri sinnir sykurvímu og hamingjugleði!

Ég kynni því hérmeð til leiks skáfrænda "eitthvaðótrúlegasvipaðmarengsdeigi"!

Prótein berja marengs. Diet marengs? Marengs lite... M-Zero!

Matarklám, matarkóma... oh baby jebus feed me!

Próteingums

diet marengs

More to come!


Dramatísk endurkynni og brómberjahafrahamingja

BÚÚAHHH... HAHH... brá þér?

Fyrsti grautur síðan 25.05.2011 takk fyrir sælir góðan daginn Illugi og amma hans...

...sem var frekar óhress með uppátækið og bölsótaði ungu kynslóðinni fyrir óæskilegan hárvöxt og ömurlegan tónlistasmekk.

Sem kom grautnum hinsvegar ekki rassgat við!

TADAAA

Hello beautiful!

Brómberjagrautargleði

Þessi skál var ofur. Og innihald hennar ofur í öðru veldi sinnum pí. Skálin var hjúmöngus. Valin með einbeittum brotavilja, enda rúmmál þess sem kvikindið innhét... hjúmöngus.

Innihélt verandi lykilorð.

Brotavilji morgunsins var jafn tær og stærðin á YOYO ísboxunum. Þar eru ekki til lítil box, onei. Þar er einvörðungu ein ríkisstærð af risaboxum sem eru sérstaklega hönnuð með græðgisátvögl í huga því það vita allir að græðgisátvögl kunna ekki að fylla... ekki... upp í allt boxið!

Góður ís engu að síður.

Magnað hafragrautarát gott fólk. Stórmagnað.

Þetta át var svo viðbjóðslega magnað að hvorki ég, né skítfúla amma Illuga, áttuðum okkur á því hvað átt hafði sér stað þegar allt í einu grautur hætti að streyma inn fyrir átvaglsins varir og ekkert heyrðist nema skríkjandi kling og bang í smáskeiðinni þegar hún ítrekaða small í botn, og hliðar, ofurskálarinnar sem nú var orðin tóm.

Jóseppur og Mörfía alls þess sem er mood killer í heiminum.

Þessi upplifun var svo mögnuð að hún var næstum jafn suddaleg og að vera staddur í miðri orgíu þar sem allir eru gullfallegir og æðislegir og viljugir og gjafmildir og þú ert fetishið þeirra...

...get ég ímyndað mér. Því ég veit svo mikið hvernig það er að vera fetish í gullfallegri orgíu.

En það hlýtur bara að vera nokkuð magnað.

Athugið samt að ég sagði næstum... næstum er ekki alveg eins og alveg eins, nei, það er næstum.

ÞETTA er hinsvegar meira en bara næstum. Þetta ER! Ohhhh sweet baby jesus.

Brómberjagrautargleði

  • 1/2 bolli hafrar
  • 1 msk chia fræ
  • 1 msk husk
  • Rúmur bolli frosin brómber 
  • 1 eggjahvíta
  • Skúbba hreint prótein
  • Væn lúka möndlur
  • Smá salt, vanilludropar, kanill, kaffi, múskat
  • Vatn eftir smekk

Brómberjagrautargleði

Eigum við að tala um þykkildisofurhamingju borðað með hníf og gaffli og tuggið svo öll áferðarskilningarvit springa með tilheyrandi fnasi, stunum, rymji og smjatti í bland við óneitanlega dásamlegt bragð af kanil og múskatsparki í bland við dísæt ber og kaffiilm? Ha? Eigum við að ræða þetta eitthvað?

Nei... hélt ekki...

Brómberjagrautargleði

Það tók mig góðar 10 mínútur að klára kvikindið.

Ég brosti og grét, troddaði og brosti... og grét... svo hló ég... troddaði meira, grét smá meira... gleymdi að anda... brosti... mundi að anda... grét... allan tíman.

Þetta át var hvorki tignarlegt, fallegt, siðmenntað eða útpælt. Þetta var hreint og beint trodd.

Ahhhh, hafrar.

...

Hey! Svo útbjó ég þetta um daginn! Það innihélt m.a. banana og meiri karamellu!

Banoffee

MUAAAHAHAHAAAA......

...meira um það seinna.

Adéu!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband