30.3.2011 | 13:38
Eldhrímnir
Já! Já takk og aftur, já takk!
Fór þangað í hádeginu og þessi staður hefur hér með hlotið sess á uppáhalds "út að borða" listanum mínum. Trjónir þar í efstu 5 ásamt Saffran og Kryddlegnum hjörtum, ef dæmi má nefna.
Yndislegt andrúmsloft. Æðislegur staður.
Brosmilt og glatt starfsfólk, virkilega vel tekið á móti okkur og maturinn dásamlegur. Nýbakað brauð alla daga, súpa, kalt salatborð og heitir réttir. Í dag voru þau með yndælis grænmetis lasagna, kjúklingapasta, súrsætan grísapottrétt og grillað lamb ásamt grænmeti og ristuðum kartöflum.
Hér vantar inn súrsæta ofursvínið, kjúklingapastað og lasagnað.
Var of gráðug til að bíða eftir því, stökk beint ofaní súpuna og kalda borðið og gleymdi mér svo í átgleðinni.
Átgleði > myndataka
1500 krónukallar fyrir allt sem þú getur í þig troddað... og það í hollari kanntinum. Jebb.
É'raðfíle'dda! Mælimeð'essu! Very mucho impressivo!
Margfaldið þennan skammt með þremur, einni súpskál og brauði! Ekki blekkjast, kjúklingapastað felur sig undir þessu græna og grænmetis lasagnað bættist á disk númer tvö.
Munið.
Átgleði > myndir!!!
Ég fékk mér svo ómyndaða eplaköku í eftirrétt.
Fer þangað aftur, svo mikið er víst.
*gleði*
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2011 | 11:26
Hvað ertu búin að vera að vesenast síðustu 2 mánuði?
Stiklað á mjög stóru.
Stiklað á mjög mjög... mjög mjög, mjög svo úthafsofurstóru sinnum alheimurinn og frændi hans Sókrates sem missti sig í rjómakökunum um árið!
Sumsé... mjög stóru.
- Velti fyrir mér lífinu og tilverunni. Ó... þú grimma tilvera *hendi á enni*. En samt ekki svo grimm. Meira skemmtileg og krúttaraleg og spennó.
- Túrhestaðist um Ísland enn á ný með nokkra vel valda nýsjálendinga og einn ástrala.
- Borðaði allt sem hönd, fótlegg á festi... þó serstaklega þær örður sem voru það óheppnar að detta óvart upp í ginið á undirritaðri. Óvart verandi lykilorð í setningunni... lykilorð.
- Tók aspasinn í gríðarsnúning. Hann stóð, og stendur, fyrir sínu þessi elska.
- Borðað þyngd mína, margfalda, í skyri. Sem er ekki frásögu færandi, þar sem ég borða yfirleitt þyngd mína í skyri hvort sem er, nema fyrir þær sakir að ég í raun og veru hef borðað... þyngd mína í skyri... undanfarna tvo mánuði!
- Fékk að vita að annar frændi er að fara að bætast í fjölskylduna núna í maí! *tilhlökkunarspenningur*
- Er að fara að flytja á nýjan leik.
- Setti niður plön fyrir næstu mánuði, allskonar plön... gleðiplön. Þessi annars ágætu plön koma til með að líta dagsins ljós er líður á.
- 05.02.2011 og 17.03.2011 voru skemmtilegir dagar.
- Sá svaðalegustu norðurljós sem ég hef séð í langan, langan tíma.
- Allt er vænt sem vel er grænt.
Glaðari bílaskafara hef ég ekki séð í háa herrans tíð.
Euie: "Ég hef aldrei þurft að skafa af bílnum mínum... aldrei. Má ég prófa?"
Ella: "já takk gersovel, versågú, sandalafem, hér'er'burstinn... mín er ánægjan! Hip hip hip."
Euie: "Wheeeeee......"
Þjóðgarðagleði
Í þessu matarboði kom kransakaka við sögu! Ójá... og graflax!
Móaflatarkjúlli.. einhver?
One c...krap plís?
Daim ís með daim og auka daim og smá meira daim... og... jú.. daim.
Ohoooo my babies!
8 ára Nonnabindindi rofið.
Já... það var þess virði.
Egilsdætur.
Baaahaaakkelsi!! Ohhm nom nom!
Þrátt fyrir fámennt matarmyndefni hefur verið slafrað í sig:
- Sviði
- 45 pulsum
- Purusteik og brúnkáli, ég dó næstum úr hamingju
- Massífri kjötsúpu a la mamma
- Ristuðu baunabrauði.. óguð... þvílík dásemd
- 600 tonnum af kaffi
- 23,5 pizzum
- 14 kg af ís
- 17 skömtum af allskonar Krua Thai
- Smokkfisk
- Lambi... ekki heilu lambi en svona um það bil 3/4
- 12 pútum
- 98 kleinum
- og svo framvegis og framvegis...
...en núna! Snúdda við blaðinu og massa þetta fyrir sumarið.
Hræðilegasti partur eggsins ef étinn harðsoðinn og þurrprumpulegur
=
sleppa
Já takk!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2011 | 08:50
Játningar
þegar ég var yngri stal ég súkkulaðistykki úr Garðakaup, sem þá var og hét. Það var hálfopið, útglennt og svoleiðis bað um að vera étið á staðnum. Þegar á hólminn var komið, og átvalgið að spögúlera í að taka fyrsta bitann, gugnaði ungkvendið og drattaðist með skottið...
...já, ég var með skott þegar ég var yngri (þetta er dæmi um játningu innan játningar)...
...á milli lappanna og skilaði súkkulaðinu jafn óétnu, og útglenntu, og það var áður en því var hnuplað úr hillunni. Búðarkvendinu þótti svo mikið til koma að hún bauð mér að eiga þetta sérlega þjófstolna súkkulaði en ég afþakkaði pent og benti henni ákveðið á að passa vandlega uppá öll hálfnakin súkkulaðistykki sem fara í harða störukeppni við græðgisátvögl eins og undirritaða. Ég sá strax eftir þessari ákvörðun minni þegar úr úr búðinni var komið!
Ég á kaffivél! Eða, ég er með afnot af einni sem virkar flundurfínt.
Í vinnunni er ég þekkt sem "Æji, þessi sem borðar alltaf grautinn sinn uppúr bolla!". Þetta er víst vígsluathöfn fyrir þá sem nýbyrjaðir eru. "Velkomin(n) til starfa - þetta er Elín, bollagrautsperrinn!!".
Kleinur eru, og verða ætíð, mitt uppáhalds bakkelsi.
Ég hef ekki snert myndavélina mína í 2 mánuði!
Ég er tilbúin að sjá snjóinn fara... já takk... núna... einn, tveir, og...
Feldar geta verið góðir eldar, sérstaklega í vondviðri og almennri kuldatíð!
Ég er hérmeð komin undan vetrarfeldinum 2011.
Lets get ready to rock and roll!
...
Ókei, ég veit. Kjánahrollur í tíunda veldi að segja þetta en kommon, ha... Sæmunur og Óli, það er öllu illviðráðanlega skárra á ensku en íslensku gott fólk. Öllu illviðráðanlegra skárra.
Verum tilbúin að rokka og rúlla! ROKKA... OG RÚLLA??
Ég meina'ða.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)