25.1.2012 | 23:41
AFMAELISPABBULA
Afmaelispostur, afmaelistilkynning...
...from down under.
Pabbinn minn, snillingurinn og kruttusprengja mikil er fimmtugur i dag.
FIMMTUGUR... gaaamli gamli.
Til hamingju med daginn thinn thu aldradi fretholkur!!
Thykir afskaplega vaent um thig og thin fimmtiu ar. Ekki til betri pabbar a thessari jardkulu, svo mikid er vist.
FIMMTIU... HAHH.
Astraliumyndir vaentanlegar. Her eru tho nokkrar til ad kveikja a ofundaranum.
Her vaxa bromber... i vegakanntinum! Eg bordadi thyngd mina i berjum, Oja!
Great Ocean Road + Bells Beach... HAAAHH... BELLS BEACH! Woooo...
Vakna kl. 6 til ad horfa a solarupprasina a strondinni... sem er btw. bakgardurinn! Ohh. Thu grimma tilvera!
Avextir sem eru staerri en hofudid a ther.
Thessi tiltekni avoxtur voru rum 8 kg. Thad gladdi atvaglid og atvaglsins matsara hjarta.
Ja... thessi melona brakadi. Thid, melonufiklar, vitid hvad eg er ad tala um! Ohmmm
Midtown Melbourne kl. 21:30 i 30 stiga hita.
MUAAHAHAHAAAAAA
Ahhhh
Brodir Euan er snillingur mikill og setti saman thetta video. Fleiri svona hreyfimyndir to come, thaer eru guuuuullfallega finar! Tekkid a sidunni hans! Daniel Green!Nyja Sjaland eftir 7 tima. Aeeeiijjjii hvad that er surt ad vera eg.
Afmaelispabbula! Bezt... i heimiiii!!!
Matur og drykkur | Breytt 26.1.2012 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2012 | 23:21
Síðast þegar ég vissi, þá var janúar 2011
Nýárspistill, 17. janúar pistill, samantekt, hvað varstu að gera árið 2011, hoj hoj hoj!
Á morgun segir sá lati og lætur í sér heyra tveimur vikum síðar.
Látum vaða.
- Euan minn kæri kom til landsins í janúar í fyrra

- Við Euan giftum okkur, á landinu, í fyrra. Ég geng hérmeð undir nafninu "Frú Átvagl".

- Við græjuðum þetta í gallabuxum og lopapeysu og fengum okkur svo bakkelsi og kleinur eftirá. Það var æði!

- Sökum hins ágæta titils var ég að sjálfsögðu, lögum samkvæmt, tekin og tolleruð eftir kúnstarinnar reglum!

- Fluttist aftur í Garðabæinn góða.
- Glænýr yndislegur frændi bættist við famelíuna. Ísak Smárinn minn.

- Ég skipti um vinnu og er nú orðinn allkátur Mentorari. Við hlutum meðal annars Nýsköpunarverðlaunin 2011. *mont smont*
- Borðaði minn fyrsta Brynjuís og heimstótti þar af leiðandi Akureyri í fyrsta skipti með Ernunni minni
- Jebb, fyrsta skipti.

- Uppgötvaði ostafylltar krakk-brauðstangir á Greifanum á Akureyri. Var svo sagt af Agli vini mínum að Wilsons væri með svipað. Ég át þar af leiðandi brauðstangir, stanslaust, í tvær vikur.

- Ég braut tána á mér í tvennt. Það var hressandi

- Ég fékk mér tattú número úno. Fínu fallegu Gleym-mér-ei-arnar mínar. Mamma, pabbi og Svabbi. Svo mikil meining í'essu.

- Gataði mig pínkulítið meira. En ekki hvað.


- Hjólaði eins og drýsildjöfull um allar trissur í sumar

- Fengum krúttlegan gest í heimsókn í boði mömmukisa fyrir stuttu

- Árlegt vina Þeinksgiving kom og fór með þvílíkri át-troðslu að annaðeins hefur sjaldan sést... nema að sjálfsögðu öll hin árin sem þessi snilld hefur verið haldin. Fáir náðu andanum, flestöll vélindu vel full og einn tapaði auga.
- Við skulum ekki hugsa um litlu börnin í Afríku núna.



- Árlegt Halogenpartý fjölskyldunnar haldið heilagt þar sem nýjum standard var náð í búningametnaði!
- Ég smíðaði í tilefni þessa merka viðburðar múmíuköku ásamt afskorinni, frekar óhamingjusamri, hnetusmjörshendi!


- Systir mín elskuleg snilldarinnar snærðfræðisnillingur útskrifaðist
- Best <3

- Svo gerðum við ansi mikið af þessu... hér má sjá brota, brota... brota brota... brot?


Þannig að gott fólk. Árið er liðið og var barasta ofurfínt. En ekki hvað?
Enn og aftur segi ég nú bara amen og með því fyrir öllum sem standa mér næst og jú, ég er sko eitt heppið átvagl! Veit ekki hvað ég gerði hefði ég ekki ættingja- og vinanetið mitt í fimm mínútna fjarlægð. Ég varð einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast nýju, æðislegu fólki.
Ahhh já!
Ég hef flundurfína tilfinningu fyrir 2012 mín kæru. Það byrjar hið minnsta með talsverðum látum.
Í stuttu:
Á MORGUN - > London -> Ástralía -> Nýja Sjáland -> Ástralía -> Abu Dahbi -> London -> 25. febrúar
Jebb... let the fiest begin!
...
ÓÓMÆGODÉGERAÐFARATILNÝJASJÁLANDSOGÁSTRALÍUOGABUDHABIOGO
GOGNÝJASJÁLDANSOGMATUROGNÝTTOGÓMÆGOD!
**hopp** **hopp** **hopp**
Phewww. Afsakið.
Tapaði næstum kúlinu þarna.
Þangað til næst!
Friður.
10.1.2012 | 10:58
Kvart- og kveinanir
Númer 1, 2 og þrjú!
Það eru allir að hugsa þetta, ég veit það... ég ætla samt að tjá mig um það... og ég ætla að blóta smá.
GUÐ MINN GÓÓÐUUUUR. ÞAÐ ER SNJÓR Í ÖLLUM HOLUM, VITUM OG FELLINGUM. ÉG ER MEÐ SNJÓ Á STÖÐUM SEM ÉG VISSI EKKI AÐ VÆRU TIL Á MÉR!!
HVERSKONAR EIGINLEGA LANGVARANDI SKÍTALYKTARKÚLA ER ÞETTA? BLLAAAAAAAARGHHH!
Hvað er þessi klakaflís fyrir land að meina með þessum veðurhremmingum? Ha? Það mætti halda að við værum stödd í endaþarmi andskotans!
Og já, hver veit nema bakendi þess margumtalaða kappa sé gaddfreðinn og óvistvænn.
Nú er nóg komið af veðurleiðindum og endalausu Mt.Everest klifri yfir bílastæði. Annaðhvort, kæra föðurland,:
- snjóar þú sætri, fínni, krúttaralegri hundslappadrífu sem fellur fallega til jarðar, brakar í, og er ekkert nema dásemdin einar
- snjóar ekki neitt með litlu sem engu roki
...eða "þú sofa með fiska"! Takk.
Snjór og 66°Norður í trýnið, upp í nasir svo andinn hverfur að auki við kulda sem kristallar hvíturnar í augunum á manni, má hérmeð láta sig hverfa.
Formleg veðurkvörtun yfirstaðin.
Hookay, áfram með smjörið, sem er að sjálfsögðu gaddfreðið og vel nýtanlegt sem vopn í allra brýnustu nauðsyn!
Hin kvörtunin tengist þessari spurningu:
"Hva, mín bara búin að svíkja málstaðinn?"
Svíkja hvaða málstað fyrirgefðu takk kærlega um hvað ertu að tala mannfýla?
Að þessu var ég spurð í fyrradag.
Eða, spurning? Þessu var ölluheldur fleygt fram í meinandi, kaldhæðnislegum spurnartón.
KOMMOOON... þó svo ég blikki ekki augnlokunum fjórtán sinnum hraðar en vanalega til að fá meiri hreyfingu í daginn eða borði kálblað í hvert skipti sem færi gefst þýðir ekki að ég hafi snúið við blaðinu á einu bretti og gerst talsmaður ólifnaðar og kyrrsetu í öllu sínu veldi. Auglýsi kók sem lífsins lind og Snickershúðaða hamborgara sem gott snarl fyrir svefninn.
Ha... hmm... haaa! Það er nú ekki eins og átvaglið hafi svikið sinn besta vin og framselt eiganda fyrrnefnds norðurenda fyrir kleinuhring!
- Eins og kleinuhringur myndi fá mig til þess að afhenda kölska my precious! Þyrfti amk að vera snúður... með karamellu. Pölííís!
Ok... bökkum aðeins í hneyksluninni gott fólk. Biturðardrama 124%. Viðurkennt. Ég tek 53% af þessu til baka og biðst afsökunarforláts.
Þó svo undirritaður svindlari borði, í nútíðininni, stundum nammi á virkum dögum og hreyfi sig ekki 24/7, eins og í "gamla daga", þá þýðir það ekki mín elsku bestu að ég hafi snúið bakinu við öllu sem telst vera "Hollt og fallegt og æðislegt og kúlurass".
Bara, annar póll tekinn í hæðina eftir fjögur ár af allskonar mat, formum, stigum og með'ví, sbr. tuð síðasta pistils. Bloggið blessað hefur svo þróast með átvaglinu og allt snýst þetta að sjálfsögðu um mat.
Engar áhyggjur þó. Gríðarleg gúff eiga sér ennþá stað. Gúff umfram öll velsæmis- og skynsemismörk. Ég hef borðað menn, sjöfalda að minni stærð (bæði að ummáli og rúmmáli), undir borðið og enn haft pláss fyrir eftirrétt og eftir-eftirrétt, smá nart af aðalrétt og meiri eftirrétt.
Nú eru formlegir játninga- og réttlætingapistlar um mitt sérlega heilsufar, og át, yfirstaðnir. Ef þið viljið fylgjast með komandi fiestum þá vitið þið að sjálfsögðu hvar mig er að finna.
Held ég ætti að fjárfesta í bleiku Múmínálfaskýi til að halda upp á þessa sérlegu uppljómun mína. Þó svo ákkúrat núna myndu ég, og skýið mitt, líklegast fjúka til Jemen.
Ef ég sé eitt til sölu á barnalandi býð ég 50 kr. í það.
Það er gullpeningur gott fólk.
Gullpeningur.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)