Daim hnetukaramella

Síðan í fyrra. Jú... mikið sem gleymdist í ógleymanlegum skilningi.

Ég held ég þurfi ekkert að segja neitt um þetta. Myndin gott fólk... myndi segir allt sem segja þarf.

Óguð!

Daim hnetukaramella 

Daim hnetukaramella1 bolli sykur

1/2 bolli ljóst sýróp

1/4 tsk salt

1/4 bolli vatn

2 msk smjör

1 bolli hnetur

1 tsk matarsódi

 

Aðferð:

1. Setja bökunarpappír í bökunarform/glerfat, ferhyrnt/kringlótt/hjartalaga, og leggja til hliðar.

2. Í stórum potti, yfir meðalhita, sjóða sykur, sýróp, salt og vatn þangað til sykurinn er uppleystur.

3. Hræra hnetunum út í og halda áfram að sjóða þangað til hiti á hitamæli nær 300 °F eða 150°C. Ég held ég hafi verið yfir pottinum í rúmar 40 mín. Þori samt ekki að segja alveg til um það. Líka hægt að athuga hvort gleðin sé til með því að hella smá karamelludropa í mjög kalt vatn. Ef hann skilur sig strax í harða þræði þá er þetta tilbúið.

4. Taka af hita, hræra smjöri/smjörlíki strax samanvið svo og matarsóda, og hella í ílátið með bökunarpappírnum. Hér er svo hægt að strá súkkulaðibitum yfir og dreifa úr þeim þegar þeir bráðna. Þarf ekki.

Pff.. þarf ekki.

Það gerir krumsið samt einstaklega ofurgott. Þið vitið það. Ekki reyna að neita því.

Kæla svo aðeins við stofuhita og koma fallega fyrir inn í ísskáp. Taka svo út úr ísskáp (neiii Elín, í alvöru?) og brjóta í bita.

Þið vitið hvað þið gerið næst. Mmhmmm!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband