Mjúkar piparkökur með hvítum súkkulaði- og butterscotch bitum

Svava systir varð rangeygð þegar hún smakkaði þessar. Mjúkar piparkökur, næsti bær við deig - svo ef þú er ekki mjúkkökumanneskja þá skaltu alfarið sleppa þessum elskum. Þær eru einnig sætari en allt sætt en það vinnur svaðalega vel með öllu kryddinu. Hinsvegar, ef þú ert ekki sætumanneskja heldur, þá gætu þessar orðið svaðalega væmnar fyrir þig. Kemur samt á óvart hvað butterscotch bitarnir passa vel við. Ég myndi jafnvel hætta mér út í það að auka kryddskammtinn í næstu tilraun. Mér finnast þessar æði! Mhhmmm!

Mjúkar piparkökur með hvítum súkkulaði- og butterscotch bitum!

Mjúkar piparkökur með hvítum súkkulaði- og butterscotch bitum3 bollar hveiti

2 tsk matarsódi

2 tsk kanill

2 tsk mulinn engifer

1 tsk negull

1/4 tsk allrahanda

1/2 tsk salt

1 bolli smjörlíki (225 gr.)

1 bolli púðursykur

1 stórt egg

1/3 bolli sýróp

1/2 poki Nestlé butterscotch bitar (170 gr. um það bil)

Hvítt súkkulaði eftir smekk. Ég held ég hafi notað 170 gr. af því líka.

Aðferð:

1. Hita ofn í 160 gráður

2. Blanda saman hveiti, matarsóda, kanil, engifer, negul og salti í lítilli skál.

3. Hræra saman smjör, egg, sykur og sýróp þangað til létt og ljóst. Hræra hveitiblöndunni saman við smjörið í skömmtum þangað til vel blandað. Hella þá súkkulaðibitum út í og hræra vel. Setja rúmlega msk. á pökunarpappír.

4. Baka í 10 mínútur eða þangað til kökurnar eru rétt gylltar. Kæla í 2 mínútur og færa svo yfir á grind til að kæla alveg.

Mjúkar og djúsí piparkökur með hvítum súkkulaði- og butterscotch bitum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Audvitad eiga piparkökur ad vera mjúkar (hef aldrei smakkad thaer mjúkar og svona puffadar og fínar).  Ekki skemmir súkkuladid fyrir.  Ég get ímyndad mér ad thetta séu thaer bestu piparkökur sem haegt er ad setja í sig.  Snilldar hugmynd...nú vil ég smakka mjúkar pipakökur!

Hungradur (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 10:07

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þær eru svaðalega fínar og skemmtilegar. Stökkar í kanntana og mjúkar í miðjunni. Oj lojk them!

Elín Helga Egilsdóttir, 18.12.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband