Prótein bygg grautur

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér undanfarið að ég hef hvorki haft tíma né nennu til að búa mér til eitthvað svaðalegt í hádeginu eða á kvöldin. Síðustu tvær vikur hafa þessar máltíðir yfirleitt verið samsettar úr kjúkling, grænmeti og hnetum sem ég borða svo allt í sitthvoru lagi. Ekki spennó, en gottó og hvaða eðal einstakling sæmandi. Hinsvegar, í þessu róti öllusaman, þá hafa poppað upp allskonar millimál sem ég hef ekki gert áður en kem til með að búa til aftur. Eins og td. þessi snilld.

Blendingur á milli hrísgrjónagrauts og hafragrauts. Áferðin svipuð og á grjónagraut eða sago, gefið að sago grjónin væru stærri. Mmmm hvað þetta var gott fyrir öll skilningarvit sem tengjast bragði og áferð! GRS5 prótein blandað saman við smá vatn. Byggi bætt út í próteinið ásamt kanil og vanilludropum.

Prótein bygg grautur

Væri örugglega æði að setja út í þetta hnetur eða hnetusmjör, niðurskorið epli, banana, bláber... ohhh geggjað!

Prótein bygg grautur

Svo mikið er víst - þetta verður tíður gestur í mínu matarplani héreftir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíd spenntur eftir Nóakroppinu seinna í dag    Ég er mikill lakkrísfíkill.

Hungradur (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 13:52

2 identicon

Sæl !! Fylgist með þér í laumi eftir að Ragga sagði mér frá þér :-) ... langar að vita hvernig bragð ertu með af prótíni í þessu sulli sem mér lýst ljómandi vel á. Er þetta kanski prótín með engu bragði ?

Björk (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 15:27

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hungraður: Ó já... nóakropp og fylltar lakkrímsreimar eru partur af kvöldinu hjá mér

Björk: Ég nota yfirleitt bara vanillu prótein. Auðveldar mér lífið ef ég vil bæta því við t.d. grauta, skyrgums ofr. Svo til hlutlaust á bragðið

Elín Helga Egilsdóttir, 24.10.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband