Quinoa og jalapeno rækjuréttur vafinn inn í kálblað

Jújú, ég datt ofan í rækjupokann minn, matur af svipuðum toga hefur einkennt síðasta 1,5 dag og sterkt hefur alveg verið að gera sig hjá mér undanfarið! Hvernig voru rækjurnar framreiddar í kveld?

Byrjum á því að velja okkur falleg og fín kálblöð.

Ofurfínu kálblöðin

Komum rækjugumsinu fyrir á kálblöðunum miðjum.

Ónáttúrulega sterku rækjugumsi komið fallega fyrir

Rækjugumsið er mjög sterkt. Skar niður 5 jalapeno sneiðar (niðursoðið) og 1 hvítlauksrif og setti í skál. Í skálina blandaði ég smá safa af jalapenoinu, 1 msk, rúmlega, þurrkað cilantro, 1 tsk, tæplega, cumin, salt, pipar og pínku sítrónusafa. Rækjunum hrærði ég út í og leyfði að sitja á meðan ég skar niður smá lauk og 2 tómata. Laukinn og tómatana steikti ég á pönnu upp úr tæplega msk isio4 olíu, bætti þá við örlitlu oregano og skellti loks rækjunum út á pönnuna, þegar tómatarnir voru orðnir mjúkir. Þegar rækjurnar voru orðnar bleikar hrærði ég um það bil 5 msk soðnu quinoa saman við. Ofan á gumsið fóru að sjálfsögðu nokkrir dropar af hot sauce, smá létt AB-mjólk og steinselja.

Quinoa og jalapeno rækjur á kálblaði

Kálblöðin notaði ég eins og tortillu og vafði gumsinu upp í þau. Þetta var mjög gleðileg leið til að borða rækjurnar og ég kem til með að nýta mér þetta aftur. Kálblaðið helst stíft og stökkt í hverjum bita og gefur réttinum skemmtilega og ferska áferð.

Quinoa jalapeno rækjur vafðar inn í kálblað

Sterk... sterk, sterk hamingja í kálblaði!

Ég get ekki, með hreinni samvisku, sagt að þetta ævintýri hafi endað á snyrtilegan hátt. Við skulum bara segja að ég þurfi að æfa mig í kálvafnings áti eða passa upp á að kálblaðs-fyllingin sé ekki of blaut! Halo

Quinoa og jalapeno rækjur vafðar inn í kálblað

Aftur er nefið farið að leka, varir og kinnar rauðar, kollurinn heitur og skrokkurinn ánægður með vel heppnað val á kvöldmat! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja Elín. Nú ertu búin að smita mig....tek þig algerlega til fyrirmyndar! Versta hvað er lítið af fiskúrvali hérna í búdapest!

inam (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 19:32

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Öss.. þarf ekki endilega rækjurnar. Geturðu ekki keypt kjúlla, kalkún eða jafnvel tofu? Þetta var eðalfínt alveg.

Elín Helga Egilsdóttir, 9.9.2009 kl. 19:36

3 identicon

Mjög snidug heilnaemishugmynd ad nota kálblad í stad brauds sem umvafning...thótt braud sé audvitad hollt líka.  Gód tilbreyting.  Stórglaesilegt og girnilegt eins og venjulega.

Hungradur (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 20:11

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Umvafningurinn var að gera góða hluti nefnilega. Kom mér svolítið á óvart. Svo setti ég quinoað með sem "uppfyllingarefni" í staðinn fyrir brauðið  Annars hefði ég líklegast orðið sársvöng seinna um kvöldið.

Elín Helga Egilsdóttir, 10.9.2009 kl. 09:18

5 identicon

Madur verdur ad fá í sig kolvetnin líka....annars verdur madur hálfsúr...a.m.k. ég.  Ég prófadi á sínum tíma ad sleppa kolvetnunum í kostinum en thad mun ég ekki gera aftur.  M.a. vegna thess ad ég vard var vid ad hjartsláttartídnin jókst.  Best er ad borda úr öllum faeduflokkunum hreyfa sig.  Einnig ad borda haefilega stóra skammta til thess ad fordast ótharfa aukakíló. En thú veist náttúrulega allt um thetta thar sem thú ert í glaesilegu toppformi!

Kálbladid á myndinni er svo fallegt ad madur getur gónt á thad allan daginn.

Hungradur (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband