Bananapönnsur með hnetusmjörs-súkkulaðisnúning

Jæja, mér tókst það! Kom afmælisdrengnum loks á óvart í morgun, þar sem ég klúðraði því í gær, með sjóðandi heitum afmælispönnsum við vakningu! Svaaakalega góðar verð ég að segja. Ef ég ætti pönnukökupönnu þá hefðu þær orðið rosalegar! Ég er alltaf svolítið hrifnari af þunnu pönnsunum, kannski af því mamma ofurpönnsa setti viðmiðið, en hinar eru alls ekki síðri kostur!

Bananapönnsur með hnetusmjörs - súkkulaðisnúning

Banana pönnsur með hnetusmjörs-súkkulaðisnúning1 og 1/4 bolli heilhveiti

1/2 tsk salt

2 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

1 egg

1 tsk vanilludropar

1 msk hunang

1 og 3/4 bolli fjörmjólk

1 stappaður, mjög vel þroskaður, banani - má sleppa

Hnetusmjörs súkkulaðiblanda

2 msk hnetusmjör blandað saman við 2 msk eplamauk og 1 msk kakóduft.

Blanda þurru saman, svo blautu. Svo þurru og blautu. Ef þið viljið hafa deigið þynnra, þá er í góðu að bæta við meiri mjólk. Hnetusmjörsblönduna setti ég í lítinn poka sem ég klippti svo eitt hornið af. Auðveldara að skreyta pönnsurnar þannig. Hella deigi á heita pönnu og sprauta hnetusmjörs-súkkulaðiblöndunni strax á pönnukökuna. Þegar bubblur eru komnar í pönnsuna, og hún laus af pönnunni, snúdda henni við í smá stund.

Banana pönnsur með hnetusmjörs-súkkulaðisnúning

Svona líka flottar og fínar! Tölustafurinn 7 er líka afskaplega ánægður með útkomuna - hann er í miklum breikdans þarna á pönnsunni! Elvis bliknar í samanburði!

Banana pönnsur með hnetusmjörs-súkkulaðisnúning

Afmælis'hlaðborðið' þegar 'gamli' maðurinn reis úr rekkju!

Afmælis morgun hlaðborð. Bananapönnsur í aðalhlutverki!

Úr fókus, mjög ferskur, ný vaknaður (rauð augu og allt) og nokkuð kátur með supplæsið...

Afmælispaulsen og bananapönnukakan

...sumar pönnsurnar voru það líka!

Banana pönnsur með hnetusmjörs-súkkulaðisnúning

Ohh hvað þessar voru barasta fullkomnar. Meiriháttar góðar. Bæði bragðið og áferðin. Bananinn gerir þær líka mjúkar og djúsí. Palli er svakalega hrifinn. Ég á eftir að gera þessar mjög oft í náinni framtíð. Ég ætla svosum ekki að lofa þær neitt frekar - ég gæti það en þið verðið bara að trúa mér. Þær voru MEIRIHÁTTAR! Mmhmm...*pönnsugleði*

Hálf sofandi afmælisPáll og hálf kláruð afmælispönnsa

Til lukku með daginn þinn Palli minn! Grin Nú er það berjamó í Húsafelli!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, en flottar! mér hefur aldrei dottið í hug að skreyta pönnsur! góð hugmynd til að poppa upp afmælismorgunmatinn :)

ég skoða stundum síðu sem heitir http://itzyskitchen.blogspot.com/, svona sniðug síða svipuð þinni með fullt af matarmyndum :)

Laufey (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 12:08

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég rakst einmitt á svona pönnsuskreytingar á netrápi um daginn! Það eru til svo mörg sniðug matarblogg! Ilovit!

Elín Helga Egilsdóttir, 30.8.2009 kl. 12:11

3 identicon

staðfestist hér með að pönnsurnar voru góvar ..."makki mig" -já sem að btw vantar á listann góða

Svava (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 10:49

4 identicon

heyyyyyyyy - ég fékk ekkert pönns, og kallaði Paulsen ekki ammlisskrímsl eins og sumir

dossa (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 11:50

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það voru svo fáar pönsur eftir. Ég bý bara til meira einhverntíman á næstunni

Elín Helga Egilsdóttir, 31.8.2009 kl. 15:32

6 identicon

Hahahaha ég er svo innilega að fíla þessa sjöu þarna - djovla Elvis moves á henni!

Erna (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband