Pizzakvöld

Komst að því um daginn, mér til mikillar furðu, að ég hef ekki sett inn á þetta blogg mitt heimatilbúna pizzu! Af hverju, veit ég ekki - en tók mig til og útbjó æðislegt gums í tilefni föstudagsins!

Kjúklingapizza á heilhveitibotni

Bjó til pizzasósu úr því sem ég átti. Nennti ekki út í búð. Var komin í gúmfey heimafötin mín. Sauð saman 1 dós af niðursoðnum tómötum, tómatpúrru, balsamic edik, pínku hunang, dropa af tómatsósu, oregano, basiliku, tveimur hvítlauksrifjum og niðurskornum sveppum. Ofboðslega bragðgóð og skemmtileg. Ætla að prófa að bæta kanil í sósuna næst. Ójá.

Heilhveiti pizzabotn, pizzasósa og meðlæti

Pizzabotninn fékk ég lánaðan frá Café Sigrún. Hann klikkar aldrei 100% heilhveiti, hollusta og gleði. Ég reyndar henti honum saman, áleggið ofan á og beint inn í 180 gráðu heitan ofn í 15 mín, svo grill í 10. Kom ekki að sök. Hann var æði. Notaði reyndar heilhveiti, alveg frábært. Ég og þunnir pizzabotnar erum vinir! Ofan á herlegheitin fóru steiktar kjúklingalundir, steiktir sveppir og laukur...

Heilhveiti kjúklingapizza

...paprika, tómatur og sæt kartafla frá því í gær. Á minn helming fór sveppa léttostur og smá mozzarella. Á helminginn hans mister Paulsen fór camembert og mozzarella! Þið megið geta hvor helmingurinn tilheyrir undirritaðri!

Heilhveiti kjúklingapizza el finito

Ekkert ævintýralegt í gangi eins og döðlubitar, kanill, jalapeno, pestó, avocado... bara venjuleg "þetta á ég til í ísskápnum" pizza. Sé mest eftir því að hafa ekki grillað dýrið en góð var hún.. mmmm!

Heilhveiti kjúklingapizza með lauk, sveppum, papriku, tómati og sætri kartöflu

Á morgun ætla ég hinsvegar að leika mér svolítið, bjó til nægilega mikið deig í aðra pizzu með...?

Beikonbitum, döðlum, fetaosti og furuhnetum?

Döðlum, banana og hráskinku?

Heimagerðu pestó sem sósu, hnetum og osti?

Svissuðum lauk og sveppum í balsamikgljáa og eitt egg ofan á?

... og svo framvegis!

Heilhveiti kjúklingapizza með lauk, sveppum, papriku, tómati og sætri kartöflu

Uhh.. valkvíði! Sjáum hvað gerist á morgun! Kannski dreymi ég eitthvað sniðugt í nótt sem gefur mér hugmynd um pizzategund morgundagsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband