'Pumpkin Pie' hafragrautur

Ár og aldir síðan ég fékk mér hafragraut! Hlakkaði líka mikið til að dýfa mér ofan í þessa skál eftir sprettina í morgun. Um að gera og nota graskersmaukið góða og skella í Pumpkin Pie í morgunmat. Amerískur þakkargjörðar-eftirréttur um mitt sumar á Íslandinu! Mikil gleði!

'Pumpkin Pie' hafragrautur

Pumpkin Pie hafragrauturSjóða saman:

30 gr. hafra, ég notaði grófa. Um það bil 1 dl.

1 skeið hreint prótein (má sleppa)

60 gr. grasker. Um það bil 1/4 úr bolla.

Kanill

Nutmeg (múskat?)

Mætti jafnvel setja einn negulnagla eða mulin negul. Ég gerði það reyndar ekki.

vanilludropar

1,5 dl vatn

Hafragrautsskraut:

Skyrsletta, 3 muldar valhnetur og kókos. Ef þið viljið vera extra góð við ykkur, þá setjið þið örlítið af púðursykri ofan á grautinn, sjóðandi heitan, og slettu af þeytirjóma í staðinn fyrir skyrið! Mmmmmm...

Pumpkin Pie hafragrautur

Þessi var geggjaður! Algerlega geggjaður! Held að graskersmauk verði mikill vinur minn í framtíðinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband