Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og muldum hörfræjum

Aftur komin helgi og jú, aftur er það pönnsa. Ég var búin að gleyma því hvað mér þykja þessar pönnsur skemmtilegar. Kominn tími til að endurnýja kynnin! Ég var líka að kaupa mér eggjahvíturnar frá honum Garra - það verður því mikið um eggjakökur, pönnukökur og eggjahvítutengt át á næstunni!

Prótein pönnukaka með banana, heitum kanilstráðum eplum, valhnetum og hörfræjum

1,5 dl af eggjahvítum (4 - 6 stk)

1 msk hreint whey prótein

1 tappi vanilludropar

1 tsk, túmlega, kanill

1/2 banani, skorinn í sneiðar

Hræra allt saman nema bananasneiðarnar. Hita pönnu, spreyja pínkulítið af olíu á hana og leggja bananasneiðarnar á pönnuna.

Bananasneiðar að bíða eftir eggjahvítunum

Eftir það, hella eggjahvítunum yfir bananann.

Prótein pönnukaka með bananasneiðum og kanil

Ég er letipúki og hitaði eplasneiðarnar í örbylgjuofni þangað til mjúkar. Raðaði þeim þá á pönnukökuna og stráði kanil yfir. Yfir eplasneiðarnar fór svo 1 msk af muldum hörfræjum, 2 muldar valhnetur, möndluflögur og smá múslí.

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Ég bjó svo til "sósu" úr 1 msk hreinu próteini og vatni. Dreifði henni yfir herlegheitin.

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Pakka pönnsunni saman. Bananarnir verða æði þegar þeir eru steiktir svona. Eins og karamella!

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Mmmmhmmm...

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Kanill og epli klikka aldrei! Eplapie í morgunmat!

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Stelpukvöld í kvöld! Systir mín kær kemur til mín á eftir og við ætlum að nýta tímann vel! Góna á 'stelpumyndir', borða góðan mat og kjafta á okkur gat!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband