Grænir dagar - grænir grautar

Gat bara ekki stillt mig! Búin að vera óviðræðuhæf síðan í gær, hugsandi um græna ofurgrautinn og í dag varð hann að veruleika. Mér til mikillar hamingju og gleði að sjálfsögðu! Ég hef nefnt þennan graut því frábærlega nafni Shrek, eða Skrekkur, á góðri íslensku. Hugmyndarflugið svakalegt á þessum annars ágæta sunnudegi. Vonandi verður mér ekki stefnt af Dream Works. Þau hljóta að fyrirgefa mér þegar þau sjá þessa snilld!

Ef þið hafið betri hugmynd að nafni, því ég ætla svo sannarlega að nefna kvikindið, endilega leyfa mér að heyra!

Einn Skrekk takk!

Bananagrautur með spínatiSjóða saman

1 dl hafra

1 skammt prótein, ég notaði banana M&M

1/4 banani

1,5 dl vatn

Blender

Hafragrautsmallið

Rúmlega lúka af fersku spínati

Hafragrautsskraut

1/4 niðurskorin banani, smá múslí og dreitill létt AB-mjólk.

Eins og með drykkinn í gær þá var ekkert bragð af spínatinu og grænmetið komið í skrokkinn án nokkurrar fyrirhafnar. Snilld að gefa krökkum svona, grænt monster, í morgunmat. Ég er alveg að fíla þennan lit í botn. Þarf svo lítið til að gera mig glaða.

Bananagrautur með spínati, grænn eins og grasið

Með próteininu kostaði þessi máltíð mig rúmlega 370 hitaeiningar. Án próteins, 170 hitaeiningar og með hreinu próteini um það bil 270. Meiriháttar!

Bananagrautur með spínati


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha :)  Flottur!

Dossan (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:19

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

I know!! Hann er wunderbar! :D

Elín Helga Egilsdóttir, 25.5.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband