Kryddaður hafragrautur með döðlum, gráfíkju og möndlum.

Þessi var svolítið skemmtilegur, ætla að prófa mig áfram með krydd af ýmsum toga. Get nú samt ekki sagt að þetta hafi verið svaðalegasta og mest sjokkerandi hafagrautstilraun okkar tíma. Prófaði að bæta heilu einu kryddi við.... ómæ.

Kannist þið við tilfinninguna, þegar þið hafið fundið ykkur eitthvað sem er gott og viljið ekki prófa eitthvað nýtt af hræðslu við að það sé ekki jafn gott, eða betra, og þar af leiðandi hafið þið misst af því að fá ykkur þetta góða og þurfið að bíða þangað til næst? Þannig er ég geðbiluð með hafragrautana mína - ef þessi er ekki jafn góður og "öruggi" kosturinn, þá þarf ég að bíða í heiilan dag! Erfitt að vera matsár mín kæru... mjög erfitt!

 

Hafragrautur með döðlum, gráfíkjum, möndlum og múskati

Soðið saman: 

1/2 dl hafrar

1/2 stappaður vel þroskaður banani

2 niðurskornar döðlur

1 gráfíkja

1 skeið hreint vanillu prótein (má sleppa) 

kanill

múskat 

2 dl vatn 

Haft með: 

Skvetta létt-AB mjólk, möndlur, múslí, hnetusmjör í skeiðina.

Ég nota 1/2 dl af höfrum því bananinn gerir blönduna "rjómakennda" og umfangsmeiri ásamt próteininu. Ég verð pakksödd eftir þennan skammt. Það má vel nota 1 dl (um það bil 1/2 bolli), og ég geri það alltaf, nema þegar ég nota banana/prótein eða er jafn svöng og Hulk á góðum degi! Annars verður magnið hreinlega of mikið.

Hafragrautur með döðlum, gráfíkjum, möndlum og múskati 

Þessi var samt góður. Kom vel út og múskatið er eitt af þessum kryddum sem fær mann til að hugsa "Hmm... hvað er þetta?".

Næst þegar ég geri "kryddaðan" graut, þá ætla ég að rista furuhnetur og sjóða með höfrunum ásamt kanil, cardamommum og kannski engifer. Sæta grautinn svo með hunangi, döðlum, rúslum og fíkjum. Ég hreinlega finn lyktina af þessari dásemd 'in the making' núna!

Spennandi er líf hafragrautsmallarans! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband