Orkumuffins og kanilbrauð með rúslum

Fékk bökunarkast í kvöld. Bjó mér til muffins og brauð. Heppnaðist ekkert smá vel, meiriháttar bragðgott bæði. Mundi ekki alveg hvað ég notaði nákvæmlega, en eftir mikið hugs og hangs þá ættu þessar uppskriftir að vera nokkuð nákvæmar!

Orkumuffins - 6 stykki

Orkumuffins með hörfræjum

1 vel þroskaður banani

2 tsk olía

1 egg

1/4 bolli hunang, tæplega 

1/2 bolli hörfræ

1/4 bolli heilhveiti

1/2 bolli hafrar

1/2 tsk matarsódi 

 

Orkumuffins, innvols

Þið þekkið þetta. Blanda saman þurru. Blanda saman blautu, stappaður banani telst vera blautt. Blanda öllu saman í graut og skipta jafnt á milli 6 muffins forma og hita í ofni við 180 gráður í 15 - 20 mín. Hægt að setja súkkulaðibita út í deigið eftirá, hnetur, rúsínur, döðlur. Hvað sem er. Ég seti sultu og hnetusmjör í kökurnar miðjar hjá mér. Ekki laust við hitaeiningar - orkusnakk og gott milli mála. Fullt af flóknum kolvetnum, omega 3, hollri fitu, trefjum og próteinum. Alger snilld og mergjaðslega bragðgóðar! Stökk skel, mjúkar að innan og crunch-factor úr hörfræjunun! Úff! Tilvalið í t.d. morgunmat!

 

Kanilbrauð með rúsínum - 1 hleifur

Kanilbrauð með rúslum

1/2 bolli heilhveiti

1/2 bolli rúmlega hveitikím

1 bolli muldir hafrar

1/3 bolli, tæplega, hunang

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 kúfaðar tsk kanill

smá nutmeg 

1 bolli, rúmlega, fjörmjólk. Ég notaði mjólkina sem verður eftir við ricotta gerð.

1/4 bolli sykurlaust eplamauk

1 tsk vanilludropar

1/2 bolli rúsínur 

Kanilbrauð, innvols

Sama sagan og með muffinsið. Blanda saman þurru, blanda saman blautu. Blanda svo saman blautu og þurru eða þangað til deig myndast. Hræra rúslurnar út í deigið og baka í 40 - 45 mínútur við 180 gráður. Lyktin sem kemur í húsið þegar þetta er bakað. Oh men, vildi að þið væruð hérna! Væri næstum hægt að borða brauðið með ís eða rjóma. Æææðislegt á bragðið. Ég er að fíla hveitikím! Stútfullt af vítamínum, póteinum og hollri fitu. Eins og með muffinsið þá er brauðið fullt af próteini, trefjum og flóknum kolvetnum. Mmmhmm, æði! Svaka hollt og fínt!

Nú lykar íbúðin mín eins og bakarí! Það er mjög notalegt að sitja hérna. Kertaljós, kúrukettir og sjóðandi heit kanil brauðsneið með osti sem er farinn að bráðna ofan í brauðið! Himnaríki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband