Próteinstangir - home made, no bake

Veit um nokkra sem eru ekki par hrifnir af þessum prótein stykkjum sem finna má út í búð. Mörg hver eru reyndar stútfull af sykri og annarri "óhollustu", gefið, þetta er súkkulaði elsku fólk - ég hef þó samið minn frið við þau. Mér persónulega finnst flundur fínt að grípa mér eitt stykki af og til og ef allt matarræði er á sínum stað, þá er eitt prótein súkkulaði flott mál!

Próteinstöng - om nom nom

Fór á netið, eins og svo oft áður, og gramsaði eftir Home-made prótein stöngum og fann þessa alveg ágætis síðu. Ef þetta er gert í heimahúsi ræður bakarameistarinn alveg hvað sett í súkkulaðið/stöngina, hvort sykur frændi megi vera með o.fr. Svakalega sniðugt að eiga þetta t.d. á milli mála - jafnvel grípa í á morgnana eða hey, ef þið eruð að drepast úr nammiþörf - þá er þetta eitur snjallt!!

Eins og ég hef sagt áður þá er M&M bragðbesta prótein sem ég hef smakkað. Hægt að kaupa þessa snilld hjá honum Dóra í Perform í Holtasmáranum. En M&M stendur eitt og sér sem heil máltíð og mér finnst askoti blóðugt að "eyða" því í t.d. eftirrétti og viðbit sem þetta. Þar af leiðandi prófaði ég hreint prótín í þessa uppskrift til tilbreytingar. Kom alveg hreint ágætlega út, ekki ósvipað Snickers á bragðið. Mjöög djúsí og gaman að bíta í!

Ég ákvað að nota mjög auðveldan grunn að þessu "snakki". Það er hægt að leika sér heilmikið með þetta og ég á án efa eftir að gera þetta meira "djúsí" Elinizað ala Erna í næsta skiptið. Þetta gefur ykkur amk smá hugmynd um hversu einfalt þetta er :)

 

Próteinstangir - 10 stykki 

1 bolli grófir hafrar

6 skeiðar hreint whey prótein (notaði 2 súkkulaði, 4 vanillu)

2 msk hörfræ

5 msk lífrænt hnetusmjör, ósaltað (myndast olía ofan á hnetusmjörinu, þarf að hræra saman)

1 tsk vanilla

1/2 bolli vatn, minna eða meira eftir próteininu

 

1. Hræra saman þurrefnin (Hægt að djúsa upp með hnetum, ávöxtum, múslí ofr)

2. Bæta við hnetusmjörinu og vanilludropunum (hægt t.d. að setja kanil með)

3. Setja vatn útí, hræra þangað til deigið blandast vel - verður mjög klístrað. Næstum eins og karamella.(Hér væri líka hægt að nota mjólk til að blanda saman þurrefnin)

4. Pama glerfat eða setja t.d. bökunarpappír eða plastfilmu í form. Smyrja deiginu í formið og frysta/setja inn í ísskáp. Þegar gumsið er orðið nógu stíft, skera í 10 bita og beinustu leið inn í frystinn aftur. Ég reyndar hjúpaði mitt með kókosmjöli og troddaði svo aftur í frystinn.

Ef þetta er tekið úr frystinum þá koma stangirnar til með að verða linar. Það er því sniðugt að geyma þær ekkert of mikið í hita nema að sjálfsögðu þið viljið borða þær í hálfgerðu hafragrauts formi ;) 

Mmm, spáið samt í því ef það væru t.d. stappaðir bananar og döðlur í þessu til að sæta upp. Möndlur, jafnvel múslí til að fá smá crunch! Hjúpa með hökkuðum hnetum eða dökkum súkkulaðispænum! Oh men!

 

Próteinstöng - no bake

Næringargildi per stöng

Hitaeiningar: 165,2

Prótein: 17,5

Fita: 6,7

Kolvetni: 9,1

Þar af sykur: 1,4

Trefjar: 1  

 

Þið gætuð líka skipt þessu niður í 8 stangir, þá eru um það bil 21 gr af próteinum í hverri stöng og 206 hitaeiningar. Æpandi fullt af flóknum kolvetnum, próteini, hollri fitu - gæti ekki verið betra!

 

Eins og barnabörnin mín koma líklegast til með að segja í framtíðinni

"Mmmm, alveg eins og próteinstangirnar hennar ömmu!".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég bara varð að bæta þessu við! Hreint whey prótein + hnetusmjör = hvíta gumsið í snickers. I kid jú not. Þetta er alveg eins á bragðið.

Mikil eðal snilld það! Ætla að nýta mér þessa uppgötvun í eitthvað súpersweet á næstunni!

Elín Helga Egilsdóttir, 23.3.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband