TABATA í ofnsteiktri kjúklingafýlu

Ákvað að steikja mér kjúkling í dag. Ofnsteikja það er.

Merkilegt.. huhh.

Ekki svo mjög og ekki svo frásögu færandi nema fyrir þær sakir að í miðri steikingu fékk undirrituð sjúklegt ræktarkast og langaði ekkert annað en að sprikla af sér hægri fótlegg og þá helst rasskinnina með. En þar sem kvendið var núbúið að koma hænunni fyrir í hitanum, aðeins of paranoid, á góðri íslensku, til að yfirgefa ofninn á blússandi, aleinan og eftirlitslausan, og alveg að verða svöng í þokkabót... þá varð sprikl að eiga sér stað innan veggja Gúmmulaðihellisins.

Neyðin kennir naktri konu að kaupa sér amk handklæði, nema hún sé á nektarströnd, og undirrituð skellti sér spangólandi í þægilegri gallann og tók svo gott sem 30 mínútna TABATA hring í miðri kjúklingafýlunni.

Frábært.

Svangari en kvikindið sem var svo ógeðslega svangt truntaðist hreyfigúbbinn í gegnum intervalið, að drepast úr átspenningi allan tímann. Alltaf með annað augað á eldhúsinu, vitandi ó svo vel hvað beið þar kraumandi inn í ofni.

ÞETTA

Hræðilega ljót púta

Pouty

Ok... allt í lagi... hún er ekkert voðalega falleg greyið.

Ég veit.

Hún hefði eiginlega átt að líta svona út:

bjórkjúlli

Ekki svona!

Hræðilega ljót púta

SVONA

bjórkjúlli

ÓÓÓBAUUUBEH. Brotabrot úr næsta bloggpistli, jebb. 

En hænan var samt góð og bragðaðist alveg jafn vel og fínu grillgúbbarnir líta vel út hér að ofan!

Og ekki nóg með að pútan spangólaði, onei, heldur bar hugvitið kerlinguna ofliði í formi graskers/sellerírótar og niðurskorins lauks sem fékk að fylgja fyrrum ljóthænunni inn í ofn.

Ó-hænuguð í himnaríki hvað þetta var goooooott... mjög ófrítt... en svo goooooott!

Grasker/sellerírót og laukur

SkyndiTabatað stóð fyrir sínu, þó ég mæli ekki með "líkamsrækt" í kraumandi gúmmulaðimatarfýlu. Tala nú ekki um þegar svangið er byrjað að pota í undirmeðvitundina.

Fyrir - hálfnuð - búin

...bókstaflega.

Crazyhair kemur alltaf upp um krullhausana.

Ef hárið er rennislétt hefurðu ekki tekið nógu vel á því!

Tabata heima

Notaði þennan TABATA interval-tíma-utanumhaldara af því að Gymbossinn minn gaf upp öndina í síðustu viku, blessuð sé minning hans.

Ég er þó að bíða eftir nýjum. Að vera án Gymboss er skelfingin einar. Þetta er eins og að vera ekki með stóru tá. Þú veist ekki af henni fyrr en hana vantar!!!

Rassinn á mér og lærin eru ennþá afskaplega stressuð eftir djöfulganginn. Handleggirnir heldur vankaðri en ég átti von á.

Skyndihreyfing. Skyndihjólaþörf. SkyndiEsja.

Annars er Tabata í sporthúsinu á morgun, og á fimmtudaginn, 12:00 og 18:30, hjá mister Osm. Ég mæli með því að þið mætið.

Treystið mér bara. Þið sjáið ekki eftir því!

Þar er heldur engin kjúklingafýla.

Já????

Gott!

Hlakka til að sjá þig á morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get staðfest þetta með stóru tánna. Mín datt reyndar ekki af en hún brotnaði og jafnvægið alveg úr skorðum.

Takk fyrir gott blogg. Kannski maður kíki bara í Tabata fyrr en síðar.

-N

Nonni (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 12:22

2 identicon

Ekki ósvipað þessu greyi!

Bjarni (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 18:08

3 identicon

Elín skelín! Er hægt að nálgast tabata tíma á alnetinu??? Ef svo er....would be great ef þú gætir hent inn eins og einum link eða svo!

inam (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 21:59

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Nonni: Hahh, litla táin á mér sagði upp eftir að ég sparkaði í ryksugu. Það var erfiður mánuður! ;)

Tabata er alveg málið. Komdu í einn tíma og segðu hæ við mig í leiðinni!

Bjarni! Ákkúrat eins og þessi... ohhh the shaaaame!

Inam: Hef reynar ekki fundið bulletproof, fullt prógram (eins og t.d. tíminn sem við fórum í). Hef bara verið að púsla saman sjálf, en ef/þegar ég finn þá hendi ég inn. 

Get annars send á þig nokkra hringi sem ég fer yfirleitt þegar ég er ein með sjálfri mér inn í stofu/út á palli/uppá þaki/vonandi skemmtið'ykkur...

...æji þú veist.

Elín Helga Egilsdóttir, 6.7.2011 kl. 08:53

5 identicon

Flottur kjúlli ;) ég er með eina spurningu, sem kemur reyndar þessari færslu ekkert við en ég sé að þú og Ragga nagli notið svolítið af muldum hörfræjum. Hvernig gerir maður svoleiðis?

 kv.

Jóhanna Hlín (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 10:29

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ahh, barasta tekur heil hörfræ og mylur þau í t.d. matvinnsluvél. Getur líka keypt mulin hörfræ í kosti, þeir eru alveg að gera góða hluti með Red Mill vörunum sínum! Á góðum prís líka.

Svo láta hugmyndaflugið ráða.

  • út á salat
  • út í graut, skyr, jógúrt
  • bakstur (brauð, kökur..) 
  • Láta liggja í smá vatni og nota sem "smjör" brauð (virkar líka með chia)

Elín Helga Egilsdóttir, 6.7.2011 kl. 10:55

7 identicon

aha ok. sneeðugt.

Var einmitt í kosti um daginn að leita að haframjölinu sem þú nældir þér í þarna "um daginn" en fann það ekki og varð ekkert smá svekkt þegar starfsmennirnir fundu það ekki heldur :S

Jóhanna Hlín (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 12:08

8 identicon

Eeeeendilega vinkona! Er alltaf til að prófa sth nýtt. Er útí hundsrassi núna og morgnarnir fara í stunuæfingar........(ég ætla ekki að útskýra þetta frekar og leyfa fólki að sleppa ímyndunaraflinu tótallí lausu¨

inam (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 15:43

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jóhanna Hlín: Ertu að tala um "steel cut oats" eða "six grain hot cereacl" eða hvað það nú hét? :)

Þeir hljóta að fá það í hillur aftur, trúi ekki öðru.

Inam: Þvælingur á þér alltafhrient... hvar er hundsrass annars? Einhverstaðar þar sem við gætum tekið Stunu saman... nú, eða Tabata.

Og sama hér. Skilji þetta hver svo, hvernig, sem vill.

Elín Helga Egilsdóttir, 6.7.2011 kl. 22:14

10 identicon

Ég er farin að halda að ég sé komin að sigaunum þar sem ég endist svo stutt á hverjum stað...alltaf að flytja; kannski flýja undan laganna vörðum...dammdamm!

Er á....wait for it: Jótlandi eins og staðan er núna í pínu oggu ponsubæ! Og fólk sem sér mig andskotast með gymboss á morgnana heldur eflaust að ég sé klikkhaus par ex.

Kem heim í ágúst....eigum við að setja Tabata deit?

inam (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 07:18

11 identicon

Það er sumst orðið official! Sökum stanslausra flutninga hef ég tapað kunnáttu í að skrifa íslensku og jafnvel ensku endrum og eins. Eða að þetta eru allt saman typos...blame it on the keyboard!

inam (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 14:41

12 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Inam: Bwaahahaa!

Og já, tabata deit í Ágúst og eitthvað gott á grillið eftirá!

Elín Helga Egilsdóttir, 11.7.2011 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband