Glúteinlausar bananapönnsur

Af hverju glúteinlausar? Jah, af því þær eru það og titillinn "bananapönnsur" var eitthvað svo einmana?

Búin að vera að hugsa endalaust um Paleo, uppskriftir tengdar því og fleira í þeim dúr. Búin að prófa núna í 2 vikur að sleppa graut fyrir t.d. lyftingar, þungar æfingar, og hef fundið ágætis staðgengil.

Þó svo staðgengill fyrir graut mun aldrei standa undir væntingum! Onei! En ég verð amk ekki glorsoltin á æfingu og held dampi assgoti vel allan tímann. Það hlýtur því að teljast jákvætt.

Einfaldara verður gumsið þó ekki og ég veit, innst inni í mínu sérlega hjarta, að einhver, einhversaðar hefur gert slíkt hið sama.

Haldið niðrí ykkur andanum. Spennan er þvílík og slík!! 

*anda inn*

Aðferð:

Eitt egg, banani, vanilludropar, smá salt, kanill, hræra, örbylgja eða steikja á pönnu.

Búið.

*anda út*

Sko, sagði ykkur það.

Banana Soufflé - búðingur - fluff - ?

Bananashoufflé

Kanill, smásalt, kanill og vanilló.

Smá meiri kanill.

Kanill?

Bananasoufflé

Stappa, hræra, stapa, hræra... stappa... og örbylgja eins lengi og ykkur lystir.

Bananasoufflé

Æhj... greyið grámann.

Lítur ekkert stórkostlega út, ég veit. Bananar og kanill = ófagurt myndefni. En, en... þið munið og vitið. Útlitið segir ekki allt og aldrei að dæma fyrr en þið prófið sjálf!!

Bananasoufflé

Smá djúsí í miðjuna - hægt að örbylgja lengur að sjálfsögðu.

Nokkrir stærri bananabitar fela sig í gleðinni.

Bananasoufflé

KANILL

Bananasoufflé

Smávegis pönnsufílingur, smávegis búðingafílingur, smávegis fluff....

...nohm.

Bananasoufflé biti

Banana pönnsur, já takk!

Þennan kost kýst ég þó frekar. Þegar ég hef tíma/nennu, því þær eru dásamlegar til átu glænýjar og heitar, beint af pönnunni! Ójá! Taka ekki langan tíma. Ég lofa.

5 mín frá byrjun til enda.

Sömu hráefni, önnur eldunaraðferð. Hérna nota ég líka töfrasprotann og hræri þetta í bananabitalaust muss og fleyti svo ofan af gumsinu froðunni sem myndast.

Notaði 2 egg, banana, vanillu, kanil og píínkulítið af salti.

Bananapönnsur

PAM-a pönnudýrið eilítið áður en bakstur hefst.

Steikja, snúdda, steikja!

paam

VOILA

Glúteinlaus bananapönnsa

GUUUULLFALLEGAFÍN!

MUAAHAHAAAAAAAA

Glúteinlaus bananapönnsa

Nei, ekki nákvæmlega alveg eins og venjulegar ofurpönnsur... að sjálfsögðu ekki.

En skrambi nálægt. Ha... skraaambi nálægt.

Svolítið "blautar", ef svo má að orði komast. Mætti kannski bæta við einu eggi og steikja örlítið lengur.

(nohoom * π)

Glúteinlaus bananapönnsa upprúlluð

Glúteinlaus bananapönnsa

Ég náði að stúta hinni sem ég bjó til.

Bókstaflega.

Glúteinlaus bananapönnsa dáin

Pönnsurnar vinna.

Þær vinna nú yfirleitt alltaf. Svo eru þær líka ekkert nema gleðin einar til átu. Bara það að rúlla flatneskjunni upp (kannski með smá ávöxtum innvortis, skyri, chiafræum, múslí....) og bíta í. Elsku bestu, það gerir átið ennú skemmtilegra. Ég segi'ða satt. Þetta er allt andlegt, get svoleiðig guðmundssvarið fyrir það.

Átvaglið sér frammá mömmupönnsuát og tryllist af græðgisgleði við tilhugsunina, og fyrsta bitann, þó svo umræddur biti sé ljósárum frá fyrrnefndri pönnsudýrð.

Magnað.

Bananahamingja og dásemdarát gott fólk.

Farin út að hjóla áður en ég lendi í ræktarhúsi að refsa handleggjaspírunum.

Og já, ef þið eruð forvitin, þá var pönnsan rétt í þessu með eindæmum mikill brillíans! 1 Egg, 1/2 banani, slat, kanill, vanilla, blanda og stappa rest af banana þar ofaná. Já ójá.

Glúteinlaus bananapönnsa

Glúteinlaus bananapönnsa með banana/skyri/rúslum og múslí

Holy mama

Rúlla upp.

Glúteinlaus bananapönnsa

Borða!

Glúteinlaus bananapönnsa

Adios.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Af hverju Paleo??

Það þýðir ekkert að gera pönnsur á venjulegu heimilispönnunni, treystu pönnsumeistaranum: gamaldags pönnukökupanna er það eina sem blífar í aðgerðina.

Ragnhildur Þórðardóttir, 8.6.2011 kl. 06:29

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Paleo fyrir einskæra forvitni. Mér er það hulin ráðgáta hvernig fólk getur æft eins stíft og t.d. Crossfitgúrúar, án þess að setja svo mikið sem eitt gramm af kolvetnum í formi hafra/grjóna etc. inn fyrir sínar varir. Minn hafragrautsþenkjandi súperheili does not compute!

Sammála. Pönnsur skulu ætíð pönnsaðar á þartilgerðri pönnukökupönnu. Makes all the diff. in ze world.

Elín Helga Egilsdóttir, 8.6.2011 kl. 09:27

3 identicon

Tho 'eg setji adeins i bryrnar yfir thessu Paleo veseni, tha er uppskriftin god. Profadu lika thessa : raspadu epli og lett myktu a ponnu med sma oliu og kanil og jafnvel dropa af hunangi. Hraera svo ut i 2- 3 egg og steikja sem omilettu vaeri um ad raeda. Eg set svo griska jogurt a hana, en af thvi ad thu er Paleo tha mattu thad nu vist ekki... :D

Svava Ran (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 10:43

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ach so, eplaommilettur eru æði!

Er reyndar ekki að borða eftir Paleo sjálf, en þykir það áhugavert viðfangsefni/tilraunaefni.

Elín Helga Egilsdóttir, 8.6.2011 kl. 12:17

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ef allt sem lítur ílla út er þetta eflaust hollt

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.6.2011 kl. 18:04

6 identicon

WHAT???

Ertu að segja að þér þyki þessi pönnukaka líta illa út??

Díses, ég slefaði á skjáinn þegar ég sá hana.

Margrét (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 18:33

7 identicon

Þúrt með kanilblæti!

D.Sósan (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 22:22

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Mér finnst nákvæmlega ekkert áhugavert við Paleo... taktu frekar úr mér sjónhimnuna en morgungrautinn.

Just give me the carbs and nobody gets hurt!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 06:50

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Erla: bewaahahaha... örbylgjusullið er jafn hræðilega illa út lítandi og sigg! En pönnukökunni verð ég nú að hrósa ;)

Margrét: Þær eru alltaf svo fallegar þessar elskur!

D.Sósan: Ég er... kanilblæti!

Ragga: Náákvæmlega það sem ég hugsaði!

Elín Helga Egilsdóttir, 9.6.2011 kl. 08:34

10 identicon

kókosmjöl! geggjað gott í bananapönnsur

SÓ (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband