Matarræði í grófum dráttum

Hef fengið nokkrar spurningar varðandi það sem ég er að borða. Eðlilega.

Matarræðið er það sem stoppar flestalla í að ná árangri og nákvæmlega þeim ofurrassi sem leitað er eftir.

Það er hægt að klifra allan skalann í þessum matarmálum en klippt og skorið fer það allt eftir því hverjar áherslurnar eru. Ertu að massa þig upp, létta þig, skera eða viðhalda þyngd? 

Það sem ég er að gera í dag er í raun barasta að borða það sem mig "langar" til að borða innan skynsemismarka. Ef ég myndi leyfa mér allan alheiminn, þá myndi ég svo sannarlega éta allan alheiminn. Þannig er það nú bara. Til að sporna við alheimsáti þá er t.d. hægt að vigta matinn - svaða fín aðferð til að passa upp á "inntöku" og í raun, komast upp á lagið með skammtastærðir ofl. Virkaði flott fyrir mig.

Ég er nefnilega manneskjan sem étur smjör þráðbeint uppúr dollunni sjáið til. Þó helst með smá kanilsykri.

Eitt verð ég þó að brýna fyrir ykkur og það er að enginn er nákvæmlega eins... ótrúlegt en satt... og það sem hentar mér hentar ekki endilega John Smith út í bæ. En viðmið, sjá hvað aðrir eru að gera ofr. er alltaf eitthvað sem gott er að hafa "við höndina". Þú breytir þá og bætir í takt við þínar þarfir og markmið.

  1. Ég er yfirleitt vöknuð um 5 leitið. Skulum hafa það í huga.
  2. Ég reyni að stunda hreyfinguna mína að morgni til - tímasetja kolvetni eftir æfingatíma.
  3. Verð svöng með 2 - 3 tíma millibili og get eeekkert að því gert. Verð að borða svo ört því annars breytist ég í ömurlegt óviðræðuhæft fýluskremsel sem er ekki gott fyrir þolanda... eða alheiminn ef út í það er farið.
  4. Miiiikið af grænmeti/1 - 3 ávextir yfir daginn
  5. Ég er mjög hrifinn af fuglum og fiskum
  6. Ég er aðeins meira en hrifin af beljum
  7. Eggjahvítur eru góðar í minni bók... raunverulega... góðar = nohm! Þrátt fyrir bragðleysi.
  8. Vatn, vant og já... vatn. Drekktu vatn. Það er ókeypis.
  9. Holla fitan - (update 22.12 - það gleymdist, trúið þið því?) Avocado, möndlur, hnetur, fræ, feitur fiskur, ólífu olía...
  10. FJÖLBREYTNI

Þannig að... dæmi um týpíska daga í hinum fullkomna Ellu heimi.

Venjulegur dagur - hvíld (yfirleitt sunnudagur - vakna milli 7 - 9)

  • 09:00 - Einn einfaldur með hnetusmjöri og bláberjum/Chiaskyr með ávexti

Eins og sago - chiaskyr með hörfræjum, bláberjum og omega3

Ohoooo gott start

Toriniblandað chiaskyr með eplum og mangó

  • 12:00 - Risaofursalat (ávextir/grænmeti) + próteingjafi (kjúlli/kjöt/fiskur/egg/kotó) + kolvetni (grjón/teitur/brauð) + fitugjafi (hnetur, fræ, avocado, olía)

Fiski fajita

Hádegisgrænmetið

Gúmmulaði roastbeef með dijon og byggi ásamt vinnugrænmeti

  • 15:00 - Hámark/skyr + hnetur/eggjahvítur + avocado/skyr + ávöxtur/ávöxtur/kotasælubrauð með grænmeti/skyr einvörðungu/ávöxtur + hnetusmjör/grænmeti + hnetusmjör/hrökkbrauð með áleggi

avocadohvítur með hnetum

Fullkomið ferskjudýr

  • 18:00 - Salatfjall + próteingjafi + fitugjafi + lítill skammtur af kolvetnum (ef vill - sætar, brún grjón, gróft brauð...)

IKEA hátíðarkalkúnn

Hola bayyybeee

ómægod!

Mjög jákvætt salat

  • Ef ég er að drepast fyrir svefninn (um 10 leitið) þá gúlla ég kannski smá hnetur eða kotasælu. Skyr. Prótein + hnetusmjör... eitthvað aðeins til að seðja það sárasta.

Vanillu-rommdropabætt hreint prótein með kanilristuðum möndlum

Hnetusmjörsblandaður prótein búðingur

Æfing að morgni, lyft/ofurCore a la Karvelio

  • 05:00 - Einn einfaldur með bláberjum/Einn einfaldur/GRAUTUR

Einn einfaldur kaffi

Amarettugraturu með bláberja og kanil-balsamic sósu

Bláberjagleði

  • Æfing
  • 07:30 - Hleðsla/Hámark/Hreint whey + hlaup/Hreint whey + cheerios/Hreint whey + beygla

Mjög jákvætt eftiræfingu ét

Hámark hámarksins

Eftiræfingu beygla og prótein

Eftiræfingu hlaup

  • 09:30ish - Ávöxtur/lúka hnetur
  • 11:00 - Hulk skammtur af grænmeti + það prótein sem er í boði í vinnunni (kjöt/kjúlli/nemo) + kolveti (teitur/grjón... ef í boði og ef vill) + fitugjafi (Hnetur/avocado/olía/fræ). Ef ekki kjúlli/kjöt/fiskur þá eggjahvítur, ef ekki eggjahvítur þá kotasæla, ef ekki kotasæla þá brauðsneið með osti eða eitthvað.

Roast beef, dijon/honey dijon, rauðlaukur, tómatar og kál

fishy fishy fishy

grænfjall

Afgangs saffran, grjón og gleði

  • 14:00 - Lítil dolla skyr og hnetur/salat eða ávöxtur + skyr/salat + eggjahvítur + hnetur/ávöxtur/hrökkbrauð + kotasæla + grænmeti...
  • ...og svo framvegis. Það sem hendir er næst í vinnunni.

millimálsfínheit

hnetas

  • 17:00 - Ávöxtur/lúka hnetur/próteingjafi - seðja það allra sárasta fram að kvöldmat.
  • 19:00 - Hulk skammtur af grænmeti + próteingjafi (kjúlli/fiskur/kjöt/eggjahvítur) + fitugjafi (avocado/hnetur/fræ...)

Hambó, alveg að hverfa af yfirborði... disksins!

Eggjahvítukakan mín

  • Ef ég er að drepast fyrir svefninn (um 10 leitið) þá gúlla ég kannski smá hnetur eða kotasælu. Skyr. Prótein + hnetusmjör, harðfisk, ávöxt... eitthvað aðeins til að seðja það sárasta.

"Brennsla"

Ansi langt síðan ég hef tekið reglulega SS brennslu (slow steady - langtíma, lítið álag). Engu að síður, þá væri þetta það sem ég myndi spísa eftir hana.

  • Brennsla 
  • 08:00 - Einn einfaldur með bláberjum og hnetum/Chiaskyr-hræingur/Ávextir + einn einfaldur/Skyr og ávöxtur

IChiaskyrgrautur með Hibiscus te og balsamichindberjasýrópi

Möndlur og skyr

Yndislega fín jarða- og hindberjablanda með hentusmjörsblönduðu próteini

  • 11:00 - Hulk skammtur af grænmeti + það prótein (kjöt/fiskur) sem er í boði í vinnunni + kolveti (ef í boði) + fitugjafi (Hnetur/avocado/olía/fræ). Ef ekki kjúlli/kjöt/fiskur þá eggjahvítur, ef ekki eggjahvítur þá kotasæla, ef ekki kotasæla þá brauðsneið með osti eða eitthvað annars skyr eða jógúrt.

Græna hádegisfjallið

  • 14:00 - Lítil dolla skyr og hnetur/salat eða ávöxtur + skyr/salat + eggjahvítur + hnetur/ávöxtur/hrökkbrauð + kotasæla + grænmeti... þið þekkið þetta.

alfaalfa hey

Hnetusmjörsblandaður prótein búðingur og eplaskeið

grænt miðdegisfjall

  • 17:00 - Ávöxtur/lúka hnetur/próteingjafi - seðja það allra sárasta fram að kvöldmat.
  • 19:00 - Hulk skammtur af grænmeti + próteingjafi (kjúlli/fiskur/kjöt/eggjahvítur) + fitugjafi (avocado/hnetur/fræ...) + lítill skammtur af kolvetnum (sætar, grjón, gróft brauð, spelt pasta...)

Létt og ljúffengt kjúklingabaunasalat

Roastbeef stir fry

  • Ef ég er að drepast fyrir svefninn (um 10 leitið) þá gúlla ég kannski smá hnetur eða kotasælu. Skyr. Prótein + hnetusmjör... eitthvað aðeins til að seðja það sárasta.

Helgarnar - 1 dagur í viku

Nákvæmlega sama og á venjulegum dögum nema ofurát sé á dagskrá. Þá Byrjar ballið iðulega kl. 18:00 og stendur yfir til kl. 24:00. Þá er allt sem á vegi minum verður étið. Stundum er ég "pen". Fæ mér bragðaref á kvöldin, jafnvel djúsí pönnsur í morgunmat. Spila þetta svolítið eftir eyranu. En í grófum, nákvæmlega eins og aðrir dagar nema 1 - 2 máltíðir yfir daginn sem leyfa allt milli himins og jarðar.

Í stórum dráttum. Þá er ofangreint sumsé "hinn fullkomni heimur", eins og staðan er í dag.

Hinn fullkomni heimur. Hljómar það ekki dásamlega?

Hinn fullkomni heimur í átvaglslandi "riðlast" ansi oft til og ég fæ mér hambó í staðinn fyrir risasalat og með því. Stundum sleppi ég "prótíngjafa" og fæ mér baunir. Aðlaga mig eftir því sem til er í vinnunni hverju sinni... eitt og eitt skipti, í og með, inn á milli skiptir ekki sköpum. Sérstaklega ef:

  1. Maturinn sem þú skiptir út fyrir er "hollur".
  2. Eitt og eitt skipti er ekki 10 sinnum í viku. 

Svo reyni ég barasta að hafa það að reglu að ef ég verð svöng 1 - 2 tímum eftir síðasta át, fá mér þá nart svo ég gúlli ekki fíl í næstum máltíð, og muna að setja meira á diskinn næst. Ef það er kaka í boði, þá borða ég hana ef ég hef lyst, hvort sem hún passar inn í "planið" eða ekki. Ef kaka er á boðstólnum alla daga vikunnar, þá borða ég hana að sjálfsögðu ekki alla daga vikunnar. Ef ég sleppi próteingjafa úr 3 máltíðum af X yfir daginn, þá eru það ekki endalok alheimsins. Gerist það oft í röð gæti það haft eitthvað að segja sért þú að reyna að byggja upp vöðva ofr.

Held þið áttið ykkur á því hvert þessi umræða stefnir hjá mér.

Allt er gott í hófi mín kæru og jafnvel of mikið hóf er líka gott í hófi.

Reynið því að finna einhverja leið sem ykkur hentar og haldið ykkur við hana. Gerið hana að ykkar því langtímaspáin verður mun auðveldari viðureignar þegar grænmetisfjallið, eða hvað það er sem flýtur bátnum ykkar, er forritað inn í systemið.

Þetta fer allt eftir smag og behag, áherslum og annarri hamingju. Gerið þetta bara skemmtilegt og njótið þeirra forréttinda að hafa í raun val um að éta kökusneið eða ekki. 

Njótið dagsins mín kæru.

EKKI Á MORGUN... HELDUR HINN!

Sheiiiibs.

Ekki á morgun heldur hinn Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómótstæðilega girnilegt matarplan :)

Þú ert yndi ;* !

TMB (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 11:00

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þessi mataræðislýsing hringir kunnuglegum og vinalegum bjöllum :)

Ekki á morgun heldur hinn...epískt át kona.... epískt!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.12.2010 kl. 12:00

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

TMB: Svínvirkar fyrir mig

Ragga: Biblían mín kæra!!!  Með smá útúrsnúningum.

Og ójá... óguð... ekki á morgun heldur hinn. Allur dagurinn í þetta skiptið. Ákveðið fyrir allnokkru. Það skal éta, og njóta, þangað til vélindað fyllist!

Fallegt... ekki satt?

Elín Helga Egilsdóttir, 22.12.2010 kl. 12:28

4 identicon

Þú ert, ásamt ofangreindri frænku minni, ímyndin í hollustunni og einfaldleikanum.

Þetta er ekki flókið og erfitt, ef það er það ertu að gera e-ð rangt. Þetta er einfalt og skemmtilegt og á alltaf að vera það.

Annars eru Oreo trufflur í gangi í dag, þannig rúllum við bara!

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 12:55

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Fannarinn: Það er nú einmitt Naglinn sem á heiðurinn af grunninum og uppbyggingunni í matarræðinu mínu í dag. Get svoleiðis svarið að þetta smallt allt þegar ég uppgötvaði allt sem löglegt og ljúft var

og sammála, þetta þarf enganveginn að vera súrt, einhæft eða bragðvont!

Ahhh... Oreo Trufflurnar eru bara det beste som er! (ásamt mörgu öðru í mínum heimi greinilega)

Elín Helga Egilsdóttir, 22.12.2010 kl. 13:04

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þakka þér fyrir Fannar, þú ert nú ansi hátt skrifaður í hollustubransanum elsku afmælisbangsi. vona að trufflurnar séu að gleðja sinnið allsvakalega núna, enda ekki á hverjum degi sem fertugsaldurinn mætir á svæðið.

Mikið er gaman að það situr haugur eftir af predikunum og svipuhöggunum forðum daga. Einfaldleiki samt með skemmtilegum máltíðum og fjölbreytni er lykillinn að haldast í þessum bransa... eins og ég hef margtuggið.... þurrelsi er ávísun á svekkelsi sem er svo ávísun á uppgjöf.

Ella! þú ert með 'etta :)

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.12.2010 kl. 17:06

7 identicon

Jahá, þetta skýrir ýmislegt, setur hlutina í samhengi. Ég skrifa algjörlega undir þennan gátlista hjá þér (sérstaklega 3. atriðið)...nema kannski 9. atriðið, fjölbreytni. Eða kannski útfæri ég það bara aðeins öðruvísi, 3 máltíðir af 5 eru yfirleitt eins í nokkrar vikur, fjölbreytnin kemur inn í hádegi, kvöldmat og svo um helgar. Virkur dagur hjá mér er:

6:30 Vakna, lúka af möndlum, bananabiti, vatnsglas

Leikfimi + út að ganga

7:30 Egg, hafrar, hnetusmjör

10:00 Kotasæla, epli, möndlur

12:00 Yfirleitt kjöt, forðast hveiti/glúten

14:30 Skyr + banani/Silungasalat/Larabar

18:00 Fiskur + sætar kartöflur, blómkál, brokkólí-kombó + salat...(ég er áskrifandi hjá Fylgifiskum)

Takk fyrir frábært blogg,

Helgi Þór

p.s. Hvað þýðir "Einn einfaldur"?

Helgi Þór (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 18:35

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ragga: Amen! Amen + rjómi!

Helgi Þór: Lítur vel út hjá þér og bestu þakkir fyrir mig! Gaman að sjá hvað aðrir eru að gera.

Einn einfaldur er eggjahvítugrautur :)

Elín Helga Egilsdóttir, 23.12.2010 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband