Karamellu- og kanilpopp með pecanhnetum

Hef gert þetta margoft síðan síðustu jól með allskonar tilfæringum, breytingum og kryddútúrsnúningum. Hnoða poppið í bolta, búa til popp-sleikjó, húða með súkkulaðikaramellu, nota sem millilag í köku, bæta Nóakroppi út í, eplaköku-kanilpopp...

Þetta bregst ekki!

Gott fólk, má ég kynna eitt af mínu uppáhalds heimabruggaða ofurnammiátsgleðioghamingju! 

Karamellu-pecan kanilpopp 

  • Kanil-pecan og karamellupopp12 bollar poppað poppkorn. Uþb 1/2 bolli baunir.
  • 1 bolli gróflega saxaðar pecanhnetur
  • 1 bolli púðursykur
  • 1 tsk kanill
  • 1/4 bolli sýróp eða hunang
  • 113 gr. smjör
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1 tsk vanilludropar
  • Smá sjávarsalt (Því salt og karamella... óbeiibeh)
  • Hvítt súkkulaði

Aðferð:


1. Hita ofn í 120 °C og leggja bökunarpappír yfir t.d. eldhúsborðið! (Fer kannski eftir skammtastærð, ég bjó til popp fyrir heila þjóð)

breiða

Ohohooo

2. Setja popp og pecanhnetur í stóra skál eða geyma í stórum potti. Ég hef þetta allt í pottinum sem ég poppa poppkornið í. Hann þarf að vera mjög stór.

Það er að sjálfsögðu hægt að kaupa tilbúið popp. Herre gud... bara svo gaman að heimapoppa!

heimapoppað

heimapoppað

heimapoppað

3. Hræra saman púðursykri og kanil, í miðlungs stórri skál. En þó stærri skál en þú heldur. Ójá! Ekki vanmeta heita karamellu.

Skerið svo smjörið í litla bita og setjið yfir sykurinn og loks sýróp eða hunang yfir smjerið.

Sjááið'etta!!! Ohhhhhh smjöööör!

  • Góði Guðmundur. Gefðu mér einn dag þar sem ég get étið smjör, sykur, ís, rjóma og súkkulaði einvörðungu, án stopps og án viðbjóðsseddutilfinningar, án þess að fá hjartaáfall og stútfullar æðar af almennri óhamingju!

Hmm... það er eins gott að við fáum ekki uppfyllta eina ósk frá æðri máttargíröffum yfir ævina. Þá á ég ekkert inni þegar ég stend fyrir framan ljónið í Afríku á komandi misserum.

  • Ella: Óguð Óguð Óguð Ó-Góði Guðmundur...
  • Guðmundur... ekki svo góði: NA-HAAAHAAA.... bíddu bíddu bíddu. Manstu um árið. Smjörið.. manstu. Hahh.. súkkulaði... jáá vina mín. Soner'etta. Sjáumst eftir smá!

ohoooo

4. Henda inn í örbylgju í 30 sek., taka út og hræra saman. Henda aftur inn í örbylgju í 2 mínútur, taka út og hræra aftur. Aftur, örbylgja, 2 mínútur - líka gott að fylgjast bara með því. Eftir þennan tíma ætti karamellan að vera byrjuð að bubbla mjög mikið. Ef hún bubblar ekki er hægt að setja hana smá inn í örbylgjuna aftur en passa verður að elda hana ekki of mikið. Annars harðnar hún og breytist í risakaramelluklump.

Sem er svosum allt í lagi. Ekki græt ég það.

En ekki það sem við leitumst eftir hér.

Hún ætti að líta um það bil svona út.

karamella

5. Fjarlægja úr örbylgjuofni og hræra vanillu og matarsóda samanvið. Blandan blubblar mjög mikið upp við þetta. Hræra vel, hræra fljótt - karamellan stífnar nokkuð hratt við þetta samspil ofurefna.

karamella

6. Hella karamellu yfir popp og pecanhnetur og hræra vel þangað til allt gums er karamelluhúðað.

karamellu pecan popp

karamellu pecan popp

karamellu pecan popp

Stilltu þig... ekki klára poppið!

7. Dreifa á bökunarplötu, útataða í bökunarpappír, og inn í ofn í 30 mín. Hræra í á 10 mín fresti. Eftir 30 mín tékka á poppinu til að sjá hvort það sé nógu hart. Ef ekki, baka í 5 mín aukalega. Annars taka út, salta smá, og reyna að éta ekki allt í einu.

Reyna.

Í alvöru, það er mjög, mjög erfitt að reyna að reyna ekki.

Mjög erfitt.

karamellu pecan popp

karamellu pecan popp

Bræða svo hvítt súkkulaði og dreifa yfir gleðina! Ójá, ég sagði það!

Bræða... hvítt... súkkulaði yfir herlegheitin. *yfirlið*

Þetta er eitt besta, og einfaldasta, ofurnammi sem ég hef smakkað... skulum ekki tala um karamellusprengjurnar út á ís.

Tilvalið í jólapakkann. Einfalt. Hægt að útbúa í tonnavís!

Usss!!!! Svei þér kerling!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld! takk fyrir þessa uppskrift :)

María (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Velbekomm mín kæra.

Skellti einn svona skammt í gær... uhhuuuu hvað þetta er gott!

Elín Helga Egilsdóttir, 21.12.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband