Pecan-pie stangir

Pecan-pie fylling ofan á hveitibrauðsskorpu! Þykir þér karamella góð? Söltuð karamella og ristaðar hnetur?

Hvernig getur þetta kombó klikkað? Hvernig? Ég bara skil það ekki.

Enda klikkaði það ekki.

Ekki nærri því næstum nálægt því að klikka.

Svona nú. Hip hip hip.

Inn í eldhús með þig. Þetta tengur enga stund!

Pecan-pie stangir

Botn

  • 2 bollar hveiti
  • 1/3 bolli sykur
  • 1/4 tsk salt
  • 150 gr. kalt smjör, skorið í litla bita

Hræra saman hveiti, sykur og salt. Blanda þá smjeri saman við hveitið - þangað til það líkist grófu mjöli. Hræra saman í matvinnsluvél t.d. eða vinna saman með annarslags tækjum og tólum, eins og t.d. þessu:

Eðalgræja

Inn í 175 gráðu heitan ofn í 20 mín!

Á meðan.

Fylling

  • 1 bolli sykur
  • 3 msk púðursykur
  • 1/2 tsk salt
  • 1 bolli sýróp
  • 3/4 tsk vanilla
  • 80 g. smjör
  • 3 egg, léttilega hrærð
  • 1,5 bolli hnetur (pecan, blanda... það sem þú vilt. Ristaðar í ofni í ca. 10 mín)

Innskot

  • Sjáið þið hvað ég er svakalega samkvæm sjálfri mér í mælieiningunum? Þær eru ekkert manískar eða neitt!

Allt saman í skál, nema hnetur, hrært vel. Blanda þá hnetum samanvið.

Þegar botninn kemur út úr ofninum, hella karamellublöndunni stax yfir og aftur inn í ofn í 20 mín. Beint út úr ofni, leyfa að kólna smá og svo inn í ísskáp yfir nótt. Taka út úr ísskáp og skera í bita.

Og þá gerist þetta!

Óguð og öll hans fylgikvikindi. Ég get nú formlega dáið hamingjusöm.

Pekan-pie stangir, kaldar

Ég vil heyra knús!

*KNÚÚS*

Kram!!

*KRAAAAAM*

Seigogdjúsíkaramellasemlekurofaníbotninn!

*ÞAÐ SEM HÚN SAGÐI*

Fyrir utan það hversu yndislega góðar ristaðar hnetur eru. Elskurnar mínar. Þetta er hinn fullkomni sykurbombu-biti. Þið verðið með spékoppa á rasskinnunum í margar vikur eftir át á einu svona stykki. Fullnægir svoleiðis öllum matarpervertískum skilningarvitum hvað áferð, bragð, gæði og æði varðar.

Bræða svo hvítt og dökkt súkkulaði til þess eins að vera með fínheit.

pecan pie bitar

pecan pie bitar

pecan pie bitar

Manstu það sem ég sagði í byrjun?

Inn í eldhús með þig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jammm, nammmms - ég koma hjálpa = ég fá svona

dossa (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 12:57

2 identicon

Slurp og slef og það sem hún sagði :D

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 14:00

3 identicon

o gvuð! ég get ekki talað fyrir ofvirkum munnvatnskirtlum!!

inam (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 14:45

4 identicon

Thetta er rosalega girnilegt.  Verst ad ég get ekki farid eftir uppskriftinni.  Ég veit ekki hvad bolli thýdir.  Ég fer einungis eftir desilítra-uppskriftum. 

Ef fólk veit ekki hvad desilítri er thá er thad 1/10 (10%) lítri.

Aldrei!.....ALDREI!! var talad um bolla í íslenskum uppskriftum....thad gerdist med tilkomu alnetsins og er KJÁNALEG tíska!

Thad er jafn kjánalegt ad tala um bolla í uppskriftum og ad tala um fet, tommur, mílur og steina (eins og gert er Englandi í sambandi vid thyngd fólks)

Svo er gott ad hafa eftirfarandi í huga thegar fólk hugar ad matarinnkaupum fyrir jólin:

Kostur neitaði að vera með

Verslunin Kostur í Kópavogi neitaði þátttöku í könnuninni, samkvæmt frétt á vef ASÍ en Kostur reyndist oftast með hæsta verðið í síðustu verkönnun ASÍ.

Hungradur (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 18:38

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Dossa: díll!

Fannar: Ég held að þetta sé ein af dauðasyndunum 7!

Inam: Hamingjan við að borða þetta var líka svo gífurleg að hún var skráð í sögubækur.

Hungraður: En... en.. Hungraður!!! Það er eins og að segjast ekki vilja elda með kryddum eins og kanil, cumin... karrý, af því að það er ekki íslenskt!!! Það er eins og að segja að þú viljir ekki prófa að borða inverskan mat, eða elda á wok pönnu...

...ég gæti ekki látið girnilega uppskrift framhjá mér fara af því að mælieiningin er ekki mér að skapi. Það þykir mér heldur... kjánalegt!

Ég reddaði þessu bara og keypti mér al-amerísk bollamál

Svo er einn bolli líka 2,4 dl tæpir. Nú geturðu búið þær til

Elín Helga Egilsdóttir, 3.12.2010 kl. 19:55

6 identicon

Elín smelín¨!

Setur maður ekki bara hneturnar "hráar" (óristaðar) útí gumsið og svo það á hveitidótið. Ég held ég verði að búa þetta til.....

inam (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 20:41

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ahh... gott að hafa svona frænkuaugu. Laaangsamlega best að rista hneturnar smá, 10 mín á 175. Passa samt að þær brenni ekki. Kemur önaðslegt bragð af þeim þannig.

Svo, af því allir ofnar eru spes, þá fylgjast svolítið með gumsinu inn í ofni og passa að henturnar þar, brenni ekki. Ef þér þykir það vera orðið of dökkt, þá setja álpappír yfir.

Annars á gumsið ofaná að vera svolítið "loose" og hlaupkennt. Það harðnar + seigast með ísskápsveru!

Elín Helga Egilsdóttir, 3.12.2010 kl. 21:17

8 identicon

Klárlega dauðasynd :)

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 08:47

9 identicon

Thakka fyrir skemmtilegt svar, sem ég las brosandi.  Samlíkingin med krydd og mál er nú svolítid langsótt. 

Til eru a.m.k. tvennskonar bollamál.  Bresk og ammrísk (cirka 2,8 dl og 2,4 dl)

http://www.eclecticcooking.com/metric.htm

Best er audvitad ad fá allar uppskriftir uppgefnar í lítrum, desilítrum, grömmum og kílóum o.s.frv.

Matskeid = 15 ml

Teskeid   =   5 ml

Kryddmál =  1 ml

http://images.media-allrecipes.com/site/allrecipes/area/community/userphoto/big/486609.jpg

Hungradur (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 21:50

10 identicon

mhmm þetta er eigilega of girnilegt og skal prófast!!

ég hef samt alltaf hunsað hnetur eftir fresta megni og þess vegna helst ekki borðað t.d. snickers nema af brýnustu "nauðsyn" en nú hef ég þroskast, m.a. af því að lesa bloggið þitt og finnst rosa gott að eiga hnetur til að maula þegar nartþörfin gerir vart við sig :p

HallaS (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband