Cheerios prótein... muffins?

  1. Það er ekki góð hugmynd að fara í kvartbuxum í ræktina þegar það er kalt úti.
  2. Dr. Hook eru töffarar og enn eitt uppáhalds í uppáhaldssafnið.
  3. Cherrios er snilldarinnar eftir æfingu fóður - í kolvetnum talið.

Yfirleitt nota ég próteinið eins og "mjólk" og borða út á Cheeriosið.

Jah... yfirleitt hræri ég próteinið þykkt og nota eins og "jógúrt" út á Cheeriosið.

Prófaði því í morgun, áður en í rækt var haldið, að gera eins og "yfirleitt" en skipta gumsinu í 4 kúlur og henda inn í ísskáp.

Cheerios prótein muffins! Klessu? Kúlur?

Cheerios prótein muffins

Átti því miður ekki muffinsform, það hefði verið fullkomið. Cheeriosið verður að sjálfsögðu mjúkt, því þetta er jú sykurlaust, óbakað og vatnsblandað, og allur bitinn er eins og hálfgerð karamella.

Einn biti

Nohma

Hafið þið tekið eftir því hvað allt er eins og karamella í mínum heimi?

En þetta var ógeðslega skemmtilega gleðilegt að borða (þið vitið, á perralega áferðarháttinn) og ég er að spá í að útbúa mér nokkrar kúlur til að geyma í frysti/ísskáp.

Einfalt.

Eftir æfingu - 4 kúlur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er best að hagræða eftir-æfingu máltíðinni þegar ég er að koma heim af TRX æfingu kl. hálf níu á kvöldin? Er þá allt í góðu að fá sér prótein + t.d. beyglu? En ef eftir-æfingu máltíðin lendir á kvöld-/hádegismat? Er þá ekki allt í lagi að búa sér til sjeik úr próteini og ávöxtum? Er alveg lost í þessu :/

Harpa Sif (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 08:56

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég hef reyndar aldrei verið að æfa svona seint að kveldi, en... ef þú hefur verið að taka almennilega á því þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að borða beyglu og prótein strax eftir æfingu á kvöldin! Það myndi ég gera.

Það held ég nú.

Sama með hádegis/kvöldmat. Ég myndi frekar fá mér beygluna/cheerios/hrískökur ofr. í staðinn fyrir ávextina. Muna bara að haga fyrir-/eftir æfingamáltíðunum rétt m.v. hvenær þú æfir yfir daginn og þá ertu góð :)

Ef þú vilt fá skothelt svar þá myndi ég prófa að senda línu á hana Röggu og sjá hvort hún geti ekki jánkað/nein-kað.

Annars segi ég bara - já takk, amen, lago og blessa þetta með fjórföldu húrra!

Elín Helga Egilsdóttir, 25.10.2010 kl. 09:41

3 identicon

Þetta er snilld.

Sá þig annars í Sporthúsinu í morgun og var að njósna - fylgjast með þér

Þorði ekki að kynna mig, þú varst svo einbeitt eitthvað. En vá! Vá hvað þú ert með flottan skrokk manneskja og í góðu formi!

Ég hlakka svoooo mikið til fyrir/eftir pistilsins. Þú ert án efa mín fyrirmynd!

Bylgja (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 10:44

4 identicon

mmm þetta skal prófast.... hrikalega girnilegt og nammilegt

Hulda (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 10:53

5 identicon

mhmmm jömmí!! er búnað vera á leiðinni að kaupa mér prótein en þetta ýtir svo sannarlega við manni að drífa í því! sé líka svo oft hrískökurnar með próteini í hillingum eftir æfingu :p

vil fá hreint mysuprótein svo ég var að spá í scitec, er einhver munur á 100% whey og 100% whey professional eða delite annar er bragðmunurinn?

HallaS (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 17:55

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jemundur Jónas og allir vinir hans....hef einmitt haft klámfengnar hugsanir upp á síðkastið um barnaafmælis Rice Krispies/kornflex kökur og þá kemur þú með heilsusamlega lausn á málinu. You are a snelling :)

Harpa: Skrokkurinn þarf sína næringu eftir æfingu til að hefja prótinmyndun í vöðvum og koma viðgerðarferli í gang, það skiptir engu máli hvað klukkan er. Ávextir fylla á glýkógen í lifur fyrst og síðast í vöðvum og eru því ekki heppilegir eftir æfingu. http://blog.eyjan.is/ragganagli/2008/05/23/froðleiksmoli-dagsins-2/

HallaS: enginn stórkostlegur munur á 100% whey, professional eða whey delite í gæðum prótíns - smá öðruvísi vinnsluaðferðir en ekkert sem skiptir sköpum. Aðal munurinn er í bragðtegundum sem boðið er upp á.

sorrý Ella að hædjakka athugasemdirnar :/

Ragnhildur Þórðardóttir, 25.10.2010 kl. 18:11

7 identicon

Takk báðar innilega fyrir :)

Beyglurnar komnar í frysti :) er samt ekki nóg hálf beygla?

Harpa Sif (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 18:42

8 identicon

Finnst ÆÐI að lesa bloggið þitt!

kem hér inn á hverjum einasta degi til þess að fá innblástur og nýjar hugmyndir af góðum og sniðugum réttum! Þú ert FRÁBÆR fyrirmynd!

Knús og kram frá Kaupmannahöfn :)

helga (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 19:02

9 identicon

ok grunaði það, takk fyrir þetta Ragga, alltaf hægt að stóla á visku ykkar Ellu :D

já og þið eruð báðar algjörir snilingar í því að koma með holla útgáfu afhverju svooooo góðu eins og þetta, love it!

HallaS (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 19:41

10 identicon

en mega girnilegt!!!!

mig langar að prufa þetta með kornflexi, er kornflex miklu verra en cheerios? :)

og svo að próteininu... :)

Eftir spinningtíma þá sötra ég á Hámark drykk, félagi í ræktinni var að skamma mig fyrir að drekka þetta, ætti bara að blanda mér sjálf. Ég bara veit ekkert hvaða prótein maður á að kaupa, það er til allskonar prótein frá allskonar framleiðendum og ég snýst bara í hringi. Hverju á maður að fjárfesta í?

Rut R. (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 21:12

11 identicon

Sæl

Ég skoða síðuna þína daglega og hef dáðst af hafragrautslistinni þinni, en ekki þorað að prófa mig áfram. En um daginn, gerði í hafragraut, og sáldraði eins og 2 matskeiðum af Scitec próteininu með hvítasúkkulaðibragðinu yfir og sluuurrrpppp.. nú varð grauturinn loks góður, næst bætti ég kanil við líka og próteini og shæts.. gat varla beðið eftir því að vakna næsta morgun til að gera annan skammt :O)

U are my Idol :O)takk fyrir

BK (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 22:13

12 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Bylgja:  Almáttugur, takk fyrir elsku manneskja. Næst þegar þú sérð mig bankaðu í öxlina á mér og segðu hæ! Svo gaman að sjá andlitin :)

Hulda: Kaaramella.

Ragga: Ahhh yes! Snilldin við prótein er að það klístrast eins og enginn sé morgundagurinn. Maður gæti límt saman skápaeiningu með próteinin einusaman!

Og í guðanna bænum athugasemdaðu eins og þú vilt! Segi sko ekki nei við því viti sem þú kemur með í þetta hús! Já takk!

Harpa Sif: Það ætti að vera um það bil tæplegt :)

Helga: ouuwwww

Halla S: Gleðin einar að þú getir nýtt þér þetta eða fengið hugmyndir útfrá þessu. Til þess er leikurinn gerður!

Rut R: Scitec er æði. Hreint prótein langsamlega best og færð mest fyrir peninginn. Hreint whey. Annars var ég líka að nota GRS-5 sem er voða fínt, held það fáist enná í sporthúsinu. En annars er Scitec kóngurinn. Er linkur hérna vinstramegin á síðuna hjá þeim. (súkkulaði-mokka bragð = guuuðdómur í próteindós)

BK: Æjiiiii... ég er orðin eins og innvolsið í kókosbollu hérna! Takk fyrir mig. Mér er svo gott sem orða vant. Og ooojbara hvað ég er glöð að þér þótti grauturinn góður ;D Yljar mér um grautarrætur.

Elín Helga Egilsdóttir, 25.10.2010 kl. 23:22

13 identicon

Ó MÆ gúddness!!! ég gerði mitt namm í fyrradag.... gleymdi því svo í ískápnum í gær (mynduð þið trúa því) en kippti því svo með í dag....... oooooooooo já mér leið pínu eins og ég ætti að fela mig einhversstaðar með þetta.... svo nammilegt var það  .... smjattaði á þessu eins og karamellu á jólum, fullkomlega seigt, klístrað og sætt

Hulda (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 13:50

14 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

JÁJÁ!! Er það ekki?

Þetta er þá ekki bara ég. Fjúhh!

Ég er afskaplega þakklát fyrir þá staðreynd

Elín Helga Egilsdóttir, 28.10.2010 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband