Afrakstur helgarinnar og heilræði

Tók minn tíma í að losna við viðbjóðspestina. Ógeðis 24 tíma ódýr með meiru. Slokknaði jafn hratt á henni og kviknaði.

Sem betur fer hefur evil jesus yfirgefið systemið. Megi hann eiga sig og sitt hitamúkkandi sjálf eins lengi og kostur er á!

Takk fyrir pent.

Amen.

Þrátt fyrir miður skemmtilegan fimmtudag og "sofum þetta úr okkur" föstudag, náði ég samt að framkalla þetta.

Hafrakökur - morgunverðakökur með rúslum

Og þetta!!!!

Eplakaka með pecan-speltbotni

Ég mæli ekki endilega með þessu!

morgunverðarkaka

En ég mæli með þessu!

Óguðogallirenglarnir. Meira að segja evil jesus.

Þetta er ein... góð... eplakaka!

*gleðihopp*

Eplakaka með pecan-speltbotni

Og eitt "hollustu" baksturs heilræði, til þeirra sem ekki vita, varðandi smjer-/olíunotkun í bakstri.

Þið sem vitið - hendið til mín beini!

Í staðinn fyrir smjör/olíu er hægt að nota maukaða ávexti í baksturinn. Jafn mikið af maukuðum ávöxtum og uppskriftin kveður á um í öðrum fitugjafa. Ekki það að smjör og olía sé á vonda listanum mínum, ó svo langt í frá mín kæru.

Smjör fær mig til að brosa!

En prófið. Eplamauk, sveskjumauk.... Þurfið svosum ekki að útbúa það sjálf, geitð keypt það krukkað og fínt í hinum ýmsu verslunum. Eplamauk er fullkomið í t.d. súkkulaðilausan bakstur eins og súkkuaðilausar-muffins/brauð/botna á meðan t.d. sveskjumauk er betra í súkkulaðikökur og súkkulaðigums. Það er í raun bara sökum áferðar/bragðs. Sveskjumauk er aðeins "þyngra" ef svo má að orði komast.

Uppskrif væntanleg af eplakökunni. Kannski kökumallinu sem ég mæli ekki með líka... sé til með það.

Og já... þessi eplakaka er á "holla" listanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka mikið til að sjá uppskrift af þessari mega girnilegu eplaköku!!! :) Skemmir ekki að hún sé á holla listanum.

Sveinbjörg Eva (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 17:59

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hún er geypilega fín þessi.

Ekkert smjer og samtals 160 gr. af sykri í allri kökunni. Nokkuð vel sloppið. Þar af 50 gr. hunang. Mætti hafa 100 gr. af hunangi/agave. Hin 60 fara í skurnið, það er alltaf best að hafa það stökkt :)

Jæja, útskýringar bíða póstsins ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 16.8.2010 kl. 22:13

3 identicon

Gott tips þetta með maukið, en jafnmikið í massa eða rúmmáli?

Margrét (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 22:26

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

250 gr. smjör = 250 gr. mauk

2 dl olía = 2 dl mauk

:)

Eða, það hef ég amk. gert með venjulegar uppskriftir og ekki klikkað.

Elín Helga Egilsdóttir, 17.8.2010 kl. 04:56

5 identicon

Snellld!! :) hlakka til að sjá uppskriftina og prófa :)

Þórdís (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband