Chia fræ í grautinn minn

Nýja ástin í lífi mínu! 

Chia fræin mín

Chia fræ! Nýjasta æðið, súperfæðið, æðiberið, æðisnæðið, Ellufæðið. Stút glimrandi full af andoxunarefnum, hollri fitu, trefjum og próteinum. Ofurefni í tonnatali - næstum. Betri en hörfræin elskulegu (og ekki eru þau amaleg greyin) bæði hvað varðar næringu og, fólkið mitt, ÁFERÐ að mínu mati! Líka hægt að nota chia fræin í allt sem hörfræin eru notuð í. Lesa skal nokkra punkta um þetta eðalfræ hér!

Næringargildi

Tek fram að 280 kj. eru um það bil 70 hitaeiningar. Sumsé, tæplega 70 he. í hverri msk. af chia fræum.

dæmi 

ÉG ER ORÐLAUS... af einskærri hamingju og grautargleði!

Búin að vera að "rekast" á þessi fræ ítrekað í erlendum bloggheimum og var orðin ansi forvitin. Hef enn ekki fundið þetta á Íslandinu af einhverjum ástæðum en jújú, haldið þið ekki að Ástralían hafi orðið mér úti um poka. Ég greip hann með andköfum og massífri bakfettu, hljóp í átt að hómsteð og það fyrsta sem ég gerði var að tilraunast með þessar krúttusprengjur. Ó... GUÐ! Hvað er EKKI hægt að gera við þessa snilldar afurð? Ef fræin eru sett í vatn þá drekka þau vökvan í sig og mynda gelhjúp á um það bil 5 mínútum.

Chia fræ í bleyti

Ómægod ómægod ómægod tilhlökkunarspenningur! Sjáið þetta bara! 

SNILLD

Þessu er t.d. hægt að smyrja á brauð, nota í sjeika, HAFRAGRAUT, skyr, jógúrt, sósur, dressingar... og áferðin er GEGGJUÐ! Þið sem hafið smakkað sago graut - jebb, alveg eins og sago! Þykkir, bætir, kætir með crunchi! Svo er líka bara hægt að nota þau hrein og bein, gelaðferðin kætir mitt átvagl þó töluvert meira.

Krakkar mínir, leitinni er hér með lokið. Þannig er það bara. Hinn fullkomni rjómakenndi hafragrautur var eldaður, uppgötvaður, smakkaður, borðaður, elskaður, smjattaður, étinn upp til agnarofurdofa og saknað sárt eftir átið í morgun... dramað var svo gígantískt að ég grét ofan í grautarskálina.

Sjóða saman fyrir einn hafragrautrsofurgúbba

1/3 bolli hafrar

1/2 gróflega stappaður banani

1 msk chia fræ

ögn af salti

1/3 bolli undanrenna/léttmjólk

1/3 bolli vatn (Mjög þykkur grautur, ef þið viljið hann þynnri nota 1/2 bolla vatn)

Hræra svo vanilludropum samanvið í restina.

Chia grautur í bígerð

Chiagrautur með banana

Af því ég bjó til graut fyrir fleiri en bara mig bætti ég ekki kanil út í dýrðina fyrr en ég fór að skreyta minn skammt sjálf.

Kanill og hamingja

Bláber og jógúrt ásamt nokkrum óséðum möndlum.

Come to mama

besti grautur i heimi

Þetta var... er BESTI grautur sem ég hef smakkað! Ég ætla að tilraunast meira á næstu dögum og koma með almennilegri myndir/leiðbeiningar/allt sem er undursamlegt í heiminum!

Koma svo, allir að panta sér poka af þessu núna. Þið sjáið ekki eftir því. Veeerðið svo að láta mig vita hvað ykkur finnst, ég er spenntari en krakki í nammibúð að fá að heyra frá ykkur ef þið látið af þessu verða.

Panta hér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I luuuuuv you - my little Chia-dealer

dossan (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 11:09

2 identicon

ertu ekki örugglega að kaupa upp allar birgðir þarna úti og koma með þér heim??

antje (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 13:49

3 identicon

Elskurnar mínar...Chia seeds eru til í Heilsuhúsinu ;-)

Helga (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 20:03

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Nú hva! Fór þangað fyrr í vetur og enginn vissi neitt!!

Kosta nú samt án efa handlegg og nýra ef ég þekki íslenskan "heilsumarkað" rétt.

Ástralskar birgðir verða upp keyptar Antje... ójá!

Elín Helga Egilsdóttir, 19.5.2010 kl. 22:15

5 identicon

Thakka fyrir mjög fraedandi og gódan pistill og myndir.  Vissi ekkert um thessi frae.  Sannköllud D vítamín bomba.  Gott fyrir húd og heila. 

Ég borda sardínur thví thaer innihalda mikid D vítamín og eru án kvikasilfurs vegna thess ad thaer eru framarlega í faedukedjunni.  

Gott ad fá hlekkinn af einmitt theim ástaedum sem thú nefndir.  Faeduverd á Íslandi er vidbjódslega hátt.  

Vída erlendis er haegt ad kaupa mat fyrir 1/10 af thví sem hann kostar á Íslandi.

Á medan íslendingar kaupa kílói af gulrótum fyir 899 kr. !!! er haegt ad kaupa 10 kg. erlendis fyrir sömu upphaed.  HELVÍTIS OKUR  (hraesni, spilling og okur...ekki undarlegt ad Ísland sé í djúpum skít)

F.decorate(_ge('button_bar'), F._photo_button_bar).bar_go_go_go(3845079108, 0);
var page_note_ratio = 1;
   
   
 
Carrots by blue eyes.

Fékk thessa mynd lánada frá thessari ágaetu konu án thess ad spyrja...ég vona ad hún fyrirgefi mér:

http://www.flickr.com/photos/mariaroff/3845079108/

// var vars = {}; vars.npid = "n19229191"; vars.bgcol = "#2e2e2e"; vars.initPage = "0"; document.getElementById('npBody').style.overflow = 'hidden'; var params = { scale:'noScale', salign:'lt', menu:'false',allowfullscreen:'true', wmode:'window', bgcolor:'#2e2e2e'}; var attributes = { id:'netpublicator3', name:'netpublicator3' }; // give an id to the flash object swfobject.embedSWF("http://np.netpublicator.com/Netpublicator3.swf?nocache=2010-05-24-05-00-26", "flashContent", "100%", "100%", "9.0.0", "http://np.netpublicator.com/js/expressInstall.swf", vars, params, attributes ); if (swfmacmousewheel) { swfmacmousewheel.registerObject(attributes.id); } var playerVersion = swfobject.getFlashPlayerVersion(); // returns a JavaScript object if( playerVersion.major < 9) { document.getElementById('npBody').style.overflow = 'auto'; }

Hungradur (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 15:04

6 identicon

úff já ég fæ bara aðsvif þegar ég sé verðin í íslenskum heilsuverslunum! 

Vil halda mínum útlimum, innyflum og hvítu svo ég hrökklast oftar en ekki út úr verslunum  

En ertu sest að þarna hinu megin kvendi?  Eða er maður kannski of góðu vön með daglegu bloggin þín? .. hvort heldur sem er vona ég að þú hafir það ógurlega gott

Ásta (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband